Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, september 26, 2002
 
Ath, ath, ath!! Merkisfrétt. Var að fá sms frá Byddí brjál, hún er orðin móðir. Hún fæddi dreng kl. 7:44, 13 merkur og 50 cm. Meiriháttar. Til hamingju Byddí og Nonni.

Ég gafst upp á að plasta fína Nóbel plaggatið. Hef bara fundið eina búð sem plastar og þeir senda það til annarrar borgar, eitthvað hlýtur það að kosta (þeir gátu ekki sagt mér það, þurfa að hringja og spurja). Svo ég hengdi það bara beint upp. Ef eitthvað hendir plaggatið, kaupi ég bara nýtt, kostar ekki nema 50 SEK (450 ÍSL).

Búin að vera ofsalega dugleg í dag.
Hlóð inn nýja Office XP pakkanum, það er yndislegt að geta skrifað í Word með enskum leiðbeiningum.
Náði í dragtina hennar Auðar í hreinsun. Sendi Flugleiðum e-mail í gær þar sem ég kvartaði yfir því að taskan mín og fötin hefðu blotnað og lyktað af bjór. Þeir harma þetta mjög og ætla fúslega að borga hreinsunina, þessir öðlingar! Ég mun heldur betur senda þeim reikninginn, maður borgar alveg nógu mikið fyrir flugförin með þeim svo maður þurfi ekki að setja fötin í hreinsun á eftir.
Fór með úrið mitt í athugun. Það er eitthvað búið að haga sér undarlega seinustu vikuna, hægja á sér og stoppa (dugar að berja aðeins í það, þá fer það af stað!). Ekki eiga það að vera batteríin því ég lét skipta fyrir 2 mánuðum. Kallinn ráðlagði mér að kaupa mér nýtt, þetta væri gamalt úr. Það er nú ekkert svo gamalt, ég fékk það í útskriftargjöf 1996 frá Siggu high og Ingimundi. Ég verð greinilega bara að halda áfram að banka í það ef það stoppar, Auður leyfir mér ekki að kaupa neitt dýrt eða óþarfa fyrr en ég er búin að fá vinnu.
Gróðursetti nektarínustein fyrir Auði, hana langar í plöntu. Segi ykkur að sjáfsögðu ávallt nýjustu fréttir af plöntunni.
Þvoði kjól og bol í höndunum.
Gerði við buxur, náttkjól og bol.
Ég verð að telja allt upp svo Auður haldi að ég sé að gera eitthvað þegar hún er í skólanum.