Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
þriðjudagur, september 24, 2002
Þau ykkar sem hafa verið að tala inn á talhólfið okkar í gsm símanum eru að eyða ykkar tíma. Við getum ekki hlustað á skilaboðin þar sem við getum ekki hringt úr gsm símanum í talhólfið héðan og Auður er fyrir löngu búin að týna kóðanum sínum. Okkur þætti því vænt um ef þið voruð að segja eitthvað merkilegt að þið senduð okkur e-mail eða bara hringduð í okkur í síma 468-64 66 308 (og 00 fyrst til að hringja út úr Íslandi). Þegar ég kíkti á orðabækurnar í Mál og Menningu spurði ég hvort þær væru prentaðar í Svíþjóð fyrst þær voru á sænsku að utan. Afgreiðslustúlkan játti því. Þá var augljóst að ég spurði hvort það munaði miklu á bókarverði hér og í Svíþjóð (þ.e. á orðabókunum). “Nei, þær eru ábyggilega svipaðar”, sagði sama afgreiðslustúlka. Nb. hún var ekki ein af þessum ungu afgreiðslustúlkum sem maður gerir strax ráð fyrir að viti ekki neitt, hún var nálægt fertugu svo ósjálfrátt bar ég örlítið traust til hennar sem brast þarna. Ég brosti bara því ég var auðvitað handviss um að þær væru slatta ódýrari í Svíþjóð, prentaðar þar og enginn sendingarkostnaður, og ákvað því að kaupa þær í Svíþjóð. Nú veit ég svarið. Ég rakst á orðabækurnar áðan og kostar Svensk-Islänsk 4800 ÍSL (í stað 7000 ÍSL í M&M) en Islänsk-Svensk 3800 ÍSL (í stað 6000 ÍSL í M&M) sem gerir 8600 ÍSL í stað 13000 ÍSL. Mér finnst þetta ekkert vera svipað verð, svo ef þið eigið leið um í M&M á Laugavegi þá þætti mér vænt um að þið mynduð tilkynna starfsfólkinu þetta svo það verði ekki svona heimskt að eilífu. Kannski þú takir þetta að þér, Ögmundur, þú hefur ábyggilega soltið gaman að því að fá smá útrás (þú varst svo duglegur þegar þú keyptir hamborgarann!). Sló metið mitt í Röj (minesweeper), það er 87! Þórir á afmæli í dag og er 25 ára. Innilega til hamingju Þórir. |