Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, september 19, 2002
 
Eins mikið og mér fannst Svíarnir vera nískir um daginn þegar ég fór með áldósir í endurvinnslu þá finnst mér í dag þeir vera rausnarlegir. Maður fær 4 SEK (36 ÍSL) fyrir 1.5 L plastgosflösku, 2 SEK (18 ÍSL) fyrir 0.5 L plastgosflösku og 1 SEK fyrir 0.5 L vatnsflösku. Þetta er ekkert smáræði.

Sænskutíminn í gær gékk framar vonum, ég held að þetta sé nú alveg rétta "levelið" fyrir okkur. Ég skildi nánst allt sem kennarinn sagði, hann talar nú skýrar en þeir Svíar sem ég hef heyrt í og soldið hægar en ekki þannig að manni líði eins og smákrakka eða þroskaheftum. Og í dag eyddi ég ábyggilega 2 tímum í að gera verkefni, skrifa orð eftir hljóðritun.

Það er búinn að vera skítakuldi í íbúðinni okkar (sambýlingarnir eru ekki alveg sammála um það) svo ég keypti ofnalykil áðan til að athuga hvort það væri loft inn á ofnunum (og já, ég er búin að prófa að skrúfa upp hitann, ekkert gerist!). Það er víst ekki ástæðan. Þá er bara að spyrja litla bróður á morgun, hann er nú verðandi pípari um jólin.

Á morgun ætlum við að skreppa til Íslands. Við lendum 15:30 á staðartíma og förum aftur á sunnudagsmorgun kl. 7:40. Þetta verður þvílíkt span. Við þurfum að snattast smá, förum í mat til pabba hennar Auðar annað kvöld og mömmu hennar í hádeginu á laugardaginn. En ástæða fararinnar er brúðkaupið hjá Hlín og Bigga á laugardaginn. Já, það er loksins komið að því. Það verður haldið í Reykholti í Borgarfirði og munum við fá Twingoinn hjá mömmu hennar Auðar lánaðann til að komast á áfangastað. Ég veit ekkert hvernig brúðkaupið verður (hef svo sem ekki fengið miklar upplýsingar í þá átt), man ekki einu sinni hvað er í matinn (man þó að það er fullt af áfengum drykkjum í boði, en bílstjórann varðar víst lítið um það) og hver einasta fruma í mér býst við að þetta verði æðislegt.

Ísland, hérna komum við! Guð hvað þetta er hallærislegt, þetta hljómar svo miklu betur á ensku, og jafnvel á sænsku.