Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
mánudagur, september 30, 2002
Hann Ögmundur frændi hennar Auðar á afmæli í dag og er 27 ára. Ég vona að hann hafi ekki stækkað allt of mikið því hann var tæplega 2 metrar fyrir viku síðan. Elsku Ögmundur, við sendum þér okkar bestu afmælis- og stuðkveðjur. Á laugardaginn fórum við Auður í búðarráp. Röltum m.a. inn í H&M þar sem Auður keypti sér peysu og buxur fyrir afmælispeninginn frá mömmu sinni og Þorvarði. H&M er almennileg búð. Þegar við komum inn voru tveir alvöru DJ-ar sem sáu um tónlistina og síðar steig á stokk 6 manna hljómsveit. Og haldiði ekki að við höfum fengið 902 SEK (8100 ÍSL) reikning frá Telía í seinustu viku, og þar af 550 SEK fyrir viðgerðarkallinn sem þurfti að tengja nýja símasnúru. Hringdi í SSSB (stúdentagarðarnir) og þeir sögðu að símasnúrur væru okkar vandamál, þannig væri það í Svíþjóð. Ég ætla sko heldur betur að taka símasnúruna þegar við flytjum! |