Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, september 18, 2002
 
Tönnin, sem hefur pirrað mig í 6 ár (sjá fyrri skrif 15. og 16. ágúst), er orðin heil. Meira að segja kulið er nánast horfið. Hin tönnin situr enn við sama keip en það ekki nánda eins slæmt svo ég bíð með að láta kíkja á það.

Ég var ábyggilega eina manneskjan í dúnúlpu í Stokkhólmi í gær en örugglega ekki í dag. Íslenskara hefur veðrið ekki verið síðan að við komum: kuldi og vindur, þetta er æðislegt. Það er þó heiðskýrt svo mögulegt er að það hlýni soldið á eftir.

Það hefur komið smá babb í bátinn varðandi myndirnar af Auði með og í afmælisgjöfunum. Hún er eitthvað að þráast við en ég vona bara að hún sjái ljósið. Ég meina, það er aldrei að vita nema að einhver frægur sjái myndirnar og bjóði henni að leika í myndbandi eða eitthvað svoleiðis. Og ekki veitir okkur af peningum í atvinnuleysinu mínu, kannski ætti ég að íhuga fyrirsætubransann :-) Annars sendi ég 7 umsóknarbréf áðan.

Við fengum forkunnafagra sófann okkar áðan og tilvonandi rúm þeirra sem sjá sér fært að koma í heimsókn. Það þýðir ekkert að lura á þessu bréfi (peningunum) alla ævi, skellið ykkur bara í heimsókn! Sem rúm er sófinn 188 cm x 142 cm. Þeir sem eru lengri en 188 cm þurfa bara að hafa tærnar smá út í loftið, mér skilst samt að það sé afar hollt! Ég skil bara ekkert í því af hverju enginn vildi kaupa þetta þvílíkt fagra og nytsamlega sófarúm. Þetta er alveg tilvalið fyrir óákveðna, allir litir til staðar. Þið fáið deffinetlí mynd síðar og aldrei að vita nema Auður vilji pósa í sófanum (eða rúminu)!

Sófaborðið okkar kom líka. Nú er þetta farið að líkjast heimili.

Í kvöld förum við í fyrsta sænskutímann okkar þar sem lögð er áhersla á talað mál svo þá ættum við að geta kennt Svíunum sænsku í stað enskunnar, ha Bingó.

Og svona fyrir þá sem hafa áhyggjur af okkur hérna í Svíaríki þá höfum við það stórgott og líður báðum vel þrátt fyrir einstaka bölv á bloggsíðunni okkar (aðallega af minni hálfu í garð helvítis Telía). Best væri auðvitað að vera heima nálægt ykkur en þetta er upplifun sem ég sé sko aldeilis ekki eftir og vonandi verður vistin betri með tíð og tíma.

Og helvítis Telía (ætti kannski að skrifast með stórum staf fremst, Helvítis telía, því fyrirtækið heitir þetta í okkar huga!) er með okurverð á ADSL/breiðbandinu. Það kostar 1475 SEK (13.4 þús ÍSL) að fá módem og svo 375 SEK (3400 ÍSL) mánaðarlega. Við vitum enn ekki hvert mánaðarnetgjald í gegnum símasnúruna er hjá okkur (höfum þó taxtann) svo við munum bíða með þessi stórkaup.