Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
föstudagur, október 04, 2002
Alveg frábærleg liðlegheit hérna. Maður þarf greinlega helst að kunna sænsku til að geta talað við fólk í fyrirtækjunum sem við þurfum nauðsynlega að hringja í. Ég hringdi áðan útaf nokkrum atriðum í íbúðinni, viftan yfir eldavélinni virkar ekki og það vantar eina hillu í skáp í eldhúsinu, og konan talaði ekki ensku. Ég vildi auðvitað sleppa vel og spurði hvort ég gæti fengið að tala við einhvern sem talar ensku. Nei það var ekki hægt, það talar enginn ensku á þessum stað! Ég var búin að undirbúa mig í seinustu viku (ég hrindi nefnilega á sama stað í seinustu viku útaf því sama en ekkert hefur gerst) og fletti öllu upp á sænsku, ég held meira að segja að ég hafi borið þetta allt nokkuð rétt fram í þetta skiptið. En það var ekki allt, það er kannski nokkuð auðvelt að buna út úr setningum sem maður hefur flett upp í orðabók en svo svaraði auðvitað konan og þá þurfti ég að skilja hana, það gékk ágætlega þó ég hafi þurft að hvá nokkrum sinnum. Ég er því fullnuma í sænsku! Minesweeper 75. Ég er búin að komast að því að ástæðan fyrir því hvað ég er léleg í minesweeper er að ég nota engin trikk, ég ýti á alla reitina sjálft, en mér finnst ég samt nokkuð góð. Bjó til eggjasúpu í gær. Hún var nú ekki eins góð og hjá mömmu, annars eru svo mörg ára síðan ég smakkaði hana síðast að ég er ekki alveg viss. Verst var “stífþeytta” eggjahvítan ofaná. Við erum ekki með neinn þeytara svo ég prófaði að þeyta þetta í höndunum, þetta leit ágætlega út en var frekar vont því þetta var svo hrikalega loftkennt. En það skipti litlu, eggjahvítan er bara hálfgert skraut. Auður smakkaði á þessu og varð södd, henni fannst súpan ekki góð. |