Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
þriðjudagur, október 29, 2002
Úff, skrifaði fullt í gær á makkanum upp í skóla og getiði bara hvað (nei, aldrei þessu vant fraus helvítið ekki) það er ekki hægt að gera post eða post and publish á makkanum, nema kannski með e-rjum shortköttkís og krókaleiðum sem ég kann ekki, fjandinn hafi það þetta er makki!!!! Tapaði semsagt öllu draslinu og varð þvílíkt geðvond og fráhverf tölvum í einn sólarhring (sá síðan að það er ekki hægt að kenna öllum tölvum um það hvernig makkar eru (sorrý hákon!)) og er núna að skrifa á fína fullkomna pésann okkar Emelíu. Það sem ég vildi sagt hafa í gær var að Ömmi uppáhaldsbróðir minn var í Stokkhólmi á ráðstefnu um helgina og við hittum hann á laugardaginn og fórum með hann í mjög sænskt pool (venjulegt pool í svíþjóð, fyrir þá sem eru að pæla). Hann var afar verðugur andstæðingur held hann hafi sett 5 eða 6 kúlur niður í röð í einum leiknum. Bróðir minn, sko!!! Þessi ráðstefna sem hann var á var á vegum norrænu ráðherranefndarinnar, ungt fólk á norðurlöndunum og lýðræði eða eitthvað svoleiðis??? Hann segir okkur kannski frá því síðar, en bráðabirgðaniðurstaða eftir 3 daga skilst mér að hafi verið þær að svíar skilja ekki dani og öfugt. Svo þurfti hann að drífa sig að ná skipinu til Helsinki, þau áttu að vera 15 klst. að sigla, held þau hafi verið látin róa sjálf! Semsagt, alveg frábært og við hlökkum ógó til þegar Ömmi kemur aftur í heimsókn. |