Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, október 02, 2002
 
ÉG ELDAÐI, ég eldaði kínverskan rétt áðan, og það í fyrsta skiptið. Auðvitað fékk ég nákvæmar leiðbeiningar frá Auði, en samt, þetta tókst bara vel.

Ég er nokkuð viss um að Bertmann hafi átt afmæli um daginn, í september, alveg örugglega tuttugasta og eitthvað. Allavega, til hamingju Berti! Berti litli varð 25 ára.

Og svo kemur risastór afmæliskveðja til nánast allra á heimilinu hennar Ingu frænku, þau eiga flest (allavega 2/3) afmæli í október og nóvember en ég veit bara ekki hvenær.
Auðvitað væri einfaldast að óska öllum til hamingju með afmælið næstu 100 árin en það er ekki eins gaman.

Í dag keypti ég keðju og setti í stað bandsins sem var á tappanum í baðinu. Það er nú bara plein heimskulegt að hafa band í baðkari, enda var bandið alveg hryllilega skítugt þegar ég þreif baðið í seinustu viku (og ekki af því að við Auður erum svona skítugar, það var svona þegar við komum). Mér hefði nú ekki tekist að festa keðjuna nema fyrir nýju, fínu töngina sem ég keypti (á 20 SEK). Ég er fastagestur í “Ótrúlegu búðinni” á torginu (Früengen centrum) rétt hjá okkur. Keypti í leiðinni tvær litlar plastdollur, ég er svo hrifin af plastdollum, þá er maður ekki stöðugt að eyða plastpokum, smá umhverfisvænna til langs tíma litið.
Keypti líka stálnagla, sem líta út fyrir að vera stálnaglar. Ég keypti nefnilega stálnagla um daginn, til að hengja mynd upp í eldhúsinu (þar er steyptur veggur), og bognuðu þeir, þeir voru líka heldur of langir. Ég var því vongóð áðan með litlu, nýju stálnaglana. En mér tókst nú að beygla einn. Gatið á veggnum er frekar ljótt, en mér tókt að lokum að reka einn nagla þokkalega langt inn, allavega hangir myndin ennþá uppi.

Svo var auðvitað sami myndaskapurinn í mér, svo ég segi sjálf frá. Ég keypti tölu og setti á buxurnar hennar Auðar, og svo kláraði ég að sauma og hengja á sængurverið dæmið neðst á sængurverinu sem maður bindur slaufuna með.
Ég er búin að vera að hugsa soldið, af hverju ég er svona klár í saumaskapnum og þá rann upp fyrir mér að það er alls ekki mér að þakka, ég fæ þetta allt saman beint frá báðum ömmum mínum sem eru báðar afar lagnar í höndum. Önnur (amma á Grænó) er núverandi myndlistakona, ekki mjög þekkt ennþá en við erum með málverk upp á vegg hjá okkur eftir hana, og hefur unnið sem saumakona í áratugi. Hin (amma á Vorsó) er allt mögulegt, prjónakona, saumakona, glerlistakona, glermálari, just name it. Ég held að ég hafi fengið hæfileikana með líkama og sál, með genunum auðvitað og svo af því að ég heiti nú eftir þeim báðum, Emelía Guðrún. Amma á Vorsó heitir Emelía en amma á Grænó heitir Ingimunda Guðrún.

Mamma hringdi áðan til að láta mig hafa uppskrift sem ég bað um, æðislega sætt af henni. Ég ætla því að prófa á morgun að búa til eggjasúpu, rosalega góð og var einn uppáhalds eftirmaturinn minn þegar ég var yngri.