Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, október 20, 2002
 
Í gær fórum við Auður á Hötorget og keyptum sængurgjafir handa Unni Maríu og Árna Jökli, æðislega sætt en við megum ekki segja strax (við sendum pakkana örugglega ekki fyrr en um jólin).

Svo fórum við til Hrannar og Georgs. Við erum bara komnar með matarboðsáskrift hjá þeim. Fengum Tacco eða Fajitas eða hvað þetta heitir allt saman, allavega mjög gott og þá skiptir svo sem ekki máli hvaða nafn þetta ber. Í eftirrétt fengum við aðra útgáfu af heilsusamlegu hafrabökunni, núna með eplum, einnig mjög gott, og þvílíkt saðsamt.
Það var hlustað á tónlist og kjaftað, og ég vann!!!

Í dag á afi minn á Vorsabæ afmæli. Ég veit að hann les ekki bloggið (fer ekki í tölvur yfir höfuð) en engu að síður: Til hamingju með áttatíuogeins árs afmælið. Vá, það er mikið.

Á morgun á lítill vinur minn, Brynjar Daði, eins árs afmæli. Til hamingju sæti!
Hann var hins vegar svo sniðugur að halda upp á það í gær. Hann vissi náttúrulega að það væri meiri líkur á að fólk kæmist ef hann byði þeim á laugardegi heldur en mánudegi.

Áðan fórum við í billiard með Hrönn og Georg, og spiluðum í rúma 2 tíma. Ég held bara að allir hafi næstum því unnið alla. Síðan héldu þreyttu, duglegu íþróttagarparnir á kínverskan veitingastað og belgdu sig út.