Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, nóvember 12, 2002
 
Það byrjaði að snjóa hjá okkur um helgina, og ekki hlýnaði við það. Það liggur smá snjór yfir öllu saman sem fær mig til að hlakka enn meira til jólanna.
Ég svaf loksins út, til hálf eitt, en það hef ég ekki gert í margar vikur, þ.e.a.s. á virkum degi. Ég er nefnilega búin að vera svo dugleg undanfarið, vakna með Auði og hangi á netinu í Karolinska Institutet allan daginn. Í dag varð ég hins vegar að vera heima þar sem ég bjóst jafnvel við símhringingu. Ég veit núna að það var greinilega bara stjarnfræðilega fáránlega óskhyggja. Ég hringdi nefnilega í gær enn einu sinni í húsvörðinn okkar og bað hann að hringja í einhvern útaf hitanum í íbúðinni og sagði honum að ég yrði heima í dag. Auðvitað hefur enginn hringt. Ég hringdi því í SSSB (stúdentaíbúðarleigan) og sagðist vingjarnlega konan ætla að hringja og tala við mig innan fárra daga. Ég varð mjög glöð að heyra það. Það virðist sem ég falli alltaf fyrir þessum brandara hjá Svíunum: “Já, já, við munum hringja í þig”. En þessi sagðist lofa að hringja í mig. Hún heyrði greinilega að ég var ekki alveg nógu ánægð með þetta.
Það er eins gott að það verði hlýrra hjá okkur um jólin því ekki getum við boðið vanfærri konu upp á þetta!

Í dag tók ég aðeins til og þvoði þrjár þvottavélar. Mér þykir svo gaman að þvo, henda í þurrkara og brjóta saman. Í alvöru. Kannski er það bara því ég þarf ekki að gera það nema á eins og hálfs vikna fresti.