Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, nóvember 27, 2002
 
Í gær fékk ég vinnu.
Við Auður fórum á “Harry Potter og leyniklefinn” og fannst okkur báðum myndin vera mjög skemmtileg. Auðvitað er þetta soldið meira fyrir yngra fólkið (svona undir fertugu!) en hún hafði allavega oft tilætluð áhrif á Auði, mér brá bara í þau skipti sem Auður kipptist við af hræðslu. Þessi mynd er miklu, miklu skemmtilegri en fyrri myndin, okkur fannst hún ekki skemmtileg, kannski höfum við eitthvað misskilið hana!

Ég fékk smá flashback í gær þegar ég var stödd í jólabúð hjá Hötorget, ég sá englaspil. Heima hjá mér hefur englaspil verið á jólunum síðan ég man eftir mér. Mamma tók þetta upp á hverju ári upp fyrir okkur systkinin en seinustu ár hefur þetta verið fyrir pabba því við hin höfum engan áhuga á þessu og þess vegna (þó eftir langa umhuxun) ákvað ég að kaupa ekki eitt stykki.
Þau ykkar sem eru að velta fyrir ykkur hvað í helv... englaspil er þá er það í stuttu máli fullt af málmi. Sem sagt diskur neðst og þar eru fjögur statíf fyrir lítil kerti, breið stöng í miðjunni og á henni hanga vindmylluspaðar sem eru í sama plani og diskurinn. Í spöðunum hanga þrír englar og neðan úr þeim hangir svona þriggja centimetra löng mjó stöng. Heita loftið frá kertunum sér svo um að snúa vinmylluspöðunum en við það slást mjóu stangirnar á englunum í tvær bjöllur sem eru út frá breiðu stönginni. Efst trjónir svo engill. Kannast ekki einhverjir við svona?
Auðvitað hlaut þessi snilldarvara að vera sænsk: “A Genuine Swedish Product”.