Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
laugardagur, nóvember 16, 2002
Óheppni minni var ekki lokið eftir þennan skemmtilega og ókeypis sightseeing-túr í strætónum í gær. Mælti mér mót við Auði á Universitetet lestarstöðinni kl. 19 og þaðan ætluðum við að fara í bekkjarpartýið. Ég ætlaði að taka strætó frá Karolinska (ekki búin að gefa strætóana upp á bátinn!) að Universitetet en fékk þá flugu í höfuðið að Auður ætlaði að hitta mig á næstu lestarstöð (St. Ericsplan), ég veit ekkert af hverju ég hélt það. Þegar þangað var komið mundi ég nú samt að svo var ekki, þannig að ég ákvað að taka lestina að Universitetet. Allt gékk ágætlega þar til við komum að lestarstöðinni næst á undan Universitetet, þá babblaði lestarstjórinn eitthvað í hátalarkerfið og allir yfirgáfu lestina og auðvitað fylgdi ég bara á eftir. Hann hélt áfram að babbla en það hjálpaði mér nú ekki mikið, ég skildi ekkert það sem hann sagði. Þar sem ég var eiginlega orðin sein nú þegar að hitta Auði (og ég veit hvað það fer í taugarnar á henni) þá bankaði ég í næstu konu og spurði hana á ensku hvert væri málið. Ég bjóst reyndar ekki við því að ég fengi mikla hjálp frá konunni þar sem það er mín reynsla að eldri konur hérna tali ekki mikla ensku. Fyrsta lukkan mín þann daginn var sem sagt að konan var áströlsk og skildi sænsku, og var þvílíkt til í að hjálpa mér í þokkabót. Það var sem sagt eitthvað vesen með lestarnar og þær voru ekki á leiðinni að ganga þessa leið í einhvern tíma. Kommon, ég átti eina lestarstöð eftir. En ljósið í myrkrinu (að þeirra mati allavega) var að eftir 40 mínútur átti að vera strætó fyrir þá sem ætluðu á endstöðina. Ég sagði konunni hvert ég var að fara. Einhver (ekki sænsk) stúlka heyrði okkur tala um Universitetet og bættist í bjargarhóp þeirra áströlsku. Uppi á yfirborðinu áttu samt að vera strætóar sem gengu sínar venjulegu leiðir og ætlaði ég bara að finna út hvern ég þurfti að taka. Eftir smá stund kom sú ástralska hlaupandi og kallandi: “Ég veit hvaða strætó á að taka, það er númer 640”. Gæfan var heldur betur farin að snúast mér í hag. Við náðum strætónum (eftir þónokkra bið) og svo sagði sú ástralska okkur hvar við áttum að fara út og í hvaða átt við áttum að labba. Ég kom því ekki nema 40 mínútum of seint á lestarstöðina í Universititete, en Auður vissi vel hver ástæðan var svo hún beið bara hin rólegasta. Þetta var ágætis bekkjarpartý, fínt að fá að tala við einhverja. |