Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
fimmtudagur, nóvember 28, 2002
Já, sko, nýja vinnan mín. Ég held ad ég thurfi ekkert ad maeta í vinnuna, ég er nógu ánaegd ad vera komin med eina. Audur taladi sem sagt vid prófessorinn sem hún er ad gera verkefni hjá núna (hún á eftir 2 vikur) og hann vantadi einmitt einhvern til ad gera 6 mánada verkefni. Mín maetti í vidtal til hans á thridjudaginn og fékk vinnuna. Thad var nú engin samkeppni og hann virtist bara vera búinn ad ákveda fyrirfram ad ég aetladi ad gera thetta verkefni. Ég veit ekkert mikid um verkefnid sjálft ennthá, thad er samt um Cell Penetrating Peptides (CPPs) og thessi prófessor er víst búinn ad vera díla vid thetta í mörg ár, thetta er víst frekar heitt efni. Fyrsta vikan fer í ad smída peptíd manually, naesta vika med taeki og svo man ég ekkert hvad ég á ad gera thridju vikuna en ég byrja naesta mánudag. Prófessorinn er Eisti og vinna nokkrir Eistar hjá honum en einnig nokkrir Svíar, hann er med hátt í 10 PhD nema hjá sér sem er nokkud gott. Mér finnst samt thad sem ég fékk ad heyra afar spennandi. Ég hef líka oft verid ad pumpa Audi (verkefnid hennar er um CPPs) og hvetja hana áfram thví ég hef allan tíman haft mikinn áhuga á verkefninu hennar, henni thykir thad hins vegar frekar leidinlegt. Ef prófessorinn faer meiri styrk eftir thessa 6 mánudi thá er möguleiki ad ég geti haldid áfram. Thetta er samt ágaetis fyrirkomulag, eda eins og hann ordadi thad: ”Eggala süllama ri beddana sollana, geppata ki strollaba ro drissaka”, sem ég kýs ad útleggja á íslensku: ”Ef thér líkar ekki hérna eftir thessa 6 mánudi geturdu haett og ef okkur líkar ekki vid thig thá spörkum vid thér út”. Eistneska hljómar alveg eins og finnska en their skilja víst ekkert sín á milli. Thetta er háleynilegt og tharf ég ad skrifa undir thagnareid, their sögdu ad ég maetti ekki einu sinni segja mömmu minni frá thví sem ég geri í verkefninu en ég held ad hún verdi bara nokkud sátt vid thad! |