Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, nóvember 20, 2002
 
Á mánudaginn þegar við vorum á heimleið stoppaði Auður á Hötorget (útisölutorg) til að kaupa úr handa mér. Þau voru ansi ódýr og ég var búin að ákveða að Auður ætlaði að gefa mér úr í jólagjöf, þannig að ég var ekki viss. Auk þess hefur maður nú smá á tilfinningunni að svona úr endist ekki lengi. Auður ætlaði hins vegar að gefa mér úrið á mánudaginn en ekki í jólagjöf, svo þá sagði ég já. Var heillengi að leita að rétta úrinu (ég er vanalega mjög lengi að velja, nánast hvað sem það er) og fékk kallinn til að stytta það fyrir mig. Við vorum komnar svona 200 metra þegar Auður spurði mig hvað klukkan væri. Nú, ég er ekki búin að vera með úr í tvo mánuði en hef vanalega gsm símann okkar á mér (sem er í leið vekjaraklukkan okkar) og hafði litið á hann svona hálftíma áður og sagði því: “Þegar ég leit seinast á hana var hún hálf fjögur svo ætli hún sé ekki fjögur núna”. Auður horfði smá stund á mig og loksins fattaði ég að ég var með úr, rétti ánægð fram handlegginn og sveiflaði honum að mér. “Hún er stopp”. Fína, nýja klukkan mín var stopp. Við fórum því aftur til kallsins og báðum hann að skipta um batterí. Við bjuggumst við að hann myndi bara öskra á okkur og segja okkur að snáfa í burtu en hann var hinn vingjarnlegasti. Þegar hann rétti mér úrið aftur setti ég það á mig og ætlaði að fara en Auður vildi nú vita hvort það gengi í þetta sinn, en nei, það var stopp. Það var greinilega eitthvað meira en bara batteríið. Aftur var ég heillengi að velja en fann loksins eitt sem ég er nokkuð ánægð með og það gengur ennþá. Auður heldur að það endist í ½ ár en ég hef rosalega trú á því og segi 2 ár, við sjáum hvað setur. Auðvitað mun ég koma með mánaðarlegar fréttir af úrinu. En eitt er víst að ég ætla nú ekki að fara með þetta úr í sturtu, ekki ef ég ætla að láta það endast í 2 ár!