Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, nóvember 07, 2002
 
Rétt til getid, ég er enn einu sinni í Karolinska. Thad er bara svo mikid á netinu, ég held ég sé ekki einu sinni hálfnud!

Loksins er búid ad selja Ford drusluna okkar, thad er ekki búid ad taka neinn smá tíma. Fólk er bara leidinlegt ad hafa ekki viljad hann fyrr og ekki borgad eins mikid og vid vildum. Og ekki hef ég mikid álit á thessum bílasölunáungum í Brimborg. Thegar ég lét bílinn inn gaf ég vidkomandi sölumanni upp fullt af upplýsingum sem hann skrádi í tölvuna, sagdi honum ad vetrardekkin vaeru í skottinu og ad allir pappírar vaeru í bílnum, en samt thurftu their ad hringja í pabba nokkrum sinnum til ad spyrja hann út í thetta allt saman sem thurfti svo ad hringja í mig. Pabbi sá nefnilega um thetta fyrir mig, thar sem ég er stödd í rassgati.
Í thakklaetisskyni sendi ég mömmu og pabba til Prag í morgun og verda thau fram á sunnudag. Yfirskin ferdarinnar er árshátíd vinnunni hans pabba.

Um helgina aetlum vid Audur thví ad fara ad versla; eldhúsbord og stóla (jólin eru á naesta leyti og vid eigum von á fyrirferdarmiklum gestum!), kodda (fyrir alla gestina sem aetla ad gista hjá okkur), bókahillu (flestar bókanna eru í kassa í geymslunni), lítid hornbord fyrir graejurnar, og teppi (thad er ennthá skítakuldi inni hjá okkur, og fer sko ekki hlýnandi). Ég aetla líka ad suda um ad kaupa teskeidar (eigum bara eina, thad er pirrandi thar sem ég er forfallinn Nesquikisti) og kannski smá skilrúm svo gestirnir okkar verda ekki feimnir thegar their gista hjá okkur, thad er nefnilega bara eitt "stórt" herbergi/stofa. Svo langar mig líka í hraerivél thar sem ég aetla ad vera dugleg ad baka fyrir jólin. Ég er viss um ad mamma hlaer af thessu, ég hef nú aldrei verid mjög hjálpleg í jólabakstrinum og eiginlega bara reynt ad koma mér undan thví. Sem betur fer var ég nú alltaf í prófum fyrir jólin, sú afsökun er gód og gild. Ég á ekki einu sinni eina uppskrift af jólakökum, verd greinilega ad spjalla vid múttu.
Annars býd ég mig fram sem sérlegan smakkara. Ef einhver hefur áhyggjur af thví hvernig jólasmákökurnar séu á bragdid thá getur sá og hinn sami einfaldlega sent nokkrar til mín og ég sendi svo svar um hael.

Um helgina verdum vid Audur líka ad kaupa nokkra jólapakka. Jólapakkarnir og jólamaturinn og jólagestirnir er thad sem ég hugsa stödugt um thessa daga. Thad tekur nefnilega 4 vikur fyrir Íslandspóst ad senda pakka til nordurlandanna og thá skiptir engu hvort thad sé Graenland eda Finnland, en Faereyjar taka bara 1 viku! Heimskulegt. Thannig ad vid verdum ad fara ad drífa í thessu. Aldrei fyrr hefur hugurinn verid í thessum thönkum fyrir midjan desember. Ég hef heldur aldrei thurft ad paela neitt í jólamatnum, mamma sér alltaf um thad, madur maetir bara kl. 18 vid matarbordid á adfangadag og thá er allt tilbúid. En núna er thetta allt ödruvísi. Sem betur fer verdum vid thó fjögur um thetta, thad er, ég tharf thá ekki ad sjá ein um eldamennskuna enda myndi thad nú ekki boda mjög gott.
Mér sýnist nú ad vid aetlum samt ekki ad yfirgefa matarvenjur maedra okkar, hamborgarhryggur er sem sagt planid. Vid aelum sídan ad kaupa malt og appelsín af íslenskum sjómanni hérna í Stokkhólmi, og thid getid rétt ímyndad ykkur ad thad kostar sitt. Vid erum einnig ad paela ad kaupa hangikjöt af honum, fyrir jóladag eda annan í jólum. Aetli thad verdi svo bara ekki önd á gamlárs, ég vaeri thó líka til í kalkún, thetta er allt saman á samningastigi.
Ég er ordin glorhungrud af ad huxa um thennan gaedamat, svo bless í bili.