Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, desember 02, 2002
 
Mamma hringdi á laugardaginn, og vakti okkur en það var vel þegið því klukkan var 11. Hún var búin að kjafta í 3 mínútur við Auði þegar hún fattaði að hún var ekki að tala við mig. Mín eigin móðir þekkir mig ekki!!! Ég var reyndar bara nokkuð ánægð að hún vildi líka tala við mig :-)
Fórum í verslunarferð, pöntuðum miða á Bondinn næsta miðvikudag, keyptum trekt (nauðsynlegt að eiga eina), fiskispaða sem verður eiginlega bara kleinuspaði hjá okkur, keyptum svo fullt í matinn (fundum m.a. súrmjólk sem heitir víst gr äddfil á sænsku). Afar nauðsynlegt ferð fyrir tilvonandi kleinugerð.
Horfðum bara á sjónvarpið, m.a. á “Talented mr. Ripley” sem er alveg ofboðslega langdregin og leiðinleg mynd sem meira að segja fegurð Jude Law nær ekki að yfirgnæfa.
Hlín hringdi um kvöldið og kjaftaði heillengi, þau eru búin að panta flug til okkar 20. des og fara aftur 4. jan. Jibbbbbí, þetta verða æðisleg jól.

Þá var það kleinugerðin. Þetta er í fyrsta skiptið sem við gerum kleinur en að sjálfsögðu höfum við báðar “fengið” að snúa hjá mömmu eða ömmu. Kleinurnar heppnuðust hrikalega vel. Ég fattaði þó þegar ég var búin að hnoða degið að mamma hefur kardimommudropa en ég hafði greinilega gleymt að skrifa það niður, það fást hvort eð er engir dropar í okkar búðum (hvað ætli rónarnir hérna geri) en kleinurnar eru samt alveg ágætar, næst ætla ég samt að hafa dropana með (vonandi sendir mamma mér eina flösku!).
Kleinubaksturinn tók þvílíkt á svo við þurftum að leggja okkur í 2 tíma á eftir.

Fyrsti vinnudagurinn í dag fór bara í að lesa og reikna út og svoleiðis. Á morgun á ég að byrja á peptíð synthesu en eins og þið vitið þá má ég ekki segja neitt nákvæmar.

Keypti AbSlider áðan. Hann kostaði svo lítið og það er eitthvað farið að hrúgast á magann svo ég ætla að athuga hvort ég endist eitthvað í þessu, sakar ekki að prófa.