Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, desember 05, 2002
 
Vil bara bæta aðeins við laufabrauðsfrásögnina hennar Auðar og verður það líklega bara sjálfshól. Við byrjuðum sem sagt kl. 19 og héldum fljótlega að við myndum einungis fá 15 kökur þar sem fletjararnir skáru allt of stór stykki í hvert skipti. Fletjararnir voru sem sagt ég og Georg. Ég ákvað að hjálpa Georg að til að drífa þetta leiðindarfletjunarverk áfram svo við gætum hjálpað stelpunum að skera út. Þær reyndust hins vegar hinar mestu hjálparhellur og náðist eiginlega ekki að hlaðast upp mikið af kökum og í lokin fékk ég að skera út eina köku. Þá var allt heila klabbið steikt og stóð ég eins móðir mín á hverju ári með tvo gaffla og snéri öllum kökunum. Munurinn var þó að ég hafði einn til að setja kökurnar ofaní pottinn og annan til að pressa þær á eftir en mamma gerir þetta vanalega ein, mér finnst ég samt þvílík hetja og reyndar við öll. Þetta var aðeins meira verk en ég hafði búist við enda hef ég ekki (og enginn hinna reyndar) hnoðað og flatt út og steikt, bara skorið. Öllu(m) var lokið rúmlega 12 og öll íbúðin lyktaði af steikingarfýlu en það ánægjulega við þetta allt saman er að laufabrauðið smakkast vel og auðvitað voru bara spiluð jólalög þessa 5 tíma. Kökurnar reyndust svo um 40.

Við sáum þennan fína breska dýralífsþátt áðan þar sem eitthvert hundkvikindi hafði ekki haft lyst á matnum sínum í fjóra daga og fundu þeir út að það væri vegna tannpínu. Þeir rifu úr honum fjórar tennur og hreinsuðu eitthvað hinar og hann var hinn frískasti á eftir. Mér datt þá í hug að kannski myndi ég fá bót meina minna (hinnar þrálátu tannpínu) ef ég mætti á dýraspítala og byrjaði að ýlfra og láta illa. Auður hefur meira að segja boðist til að fara með mig (væntanlega í bandi), segja að ég heiti Snoppa og að hún sé eigandinn. Þessum læknum myndi ábyggilega vegna mun betur en hinum hefðbundu tannlæknum enda geng ég ekki heil til skógar enn.