Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
þriðjudagur, janúar 07, 2003
Milli jóla og nýs árs Milli jóla og nýs árs gerðum við nánst ekkert, slöppuðum eiginlega bara af. Elduðum hangikjöt á jóladag, allt var mjög gott nema hangikjötið mætti hafa verið betra. Keyptum kjötið af íslenskum sjómanni og var það ómerkt en við bjuggumst auðvitað við að fá SS. Bömmer. Fórum á Lord of the Ring 26. des. Mér fannst hún alveg frábær. Biggi fékk fyrri myndina í jólagjöf og horfðum við á hana kvöldið áður til að rifja aðeins upp. En þessar myndir verður eiginlega að sjá í bíó og alveg pottþétt að við tökum hana þegar hún kemur út á video. Á laugardeginum 28. des gengum við aðeins um í bænum og hittu síðan Hrönn, Georg og Ron (vinur þeirra) á JoLo poolstofunni okkar. Héldum lítið mót sem ég vann ekki, fleiri upplýsingar óþarfar! Borðuðum öll nema Ron á ágætis stað í Slussen og fórum síðan heim til Hrannar og Georgs. Fengum m.a. góða Nóa&Síríus konfektmola, allir löngu búnir hjá okkur. Þetta kvöld var það eina sem við spiluðum ekki kana enda komum við heim rúmlega 3 um nóttina. |