Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, janúar 09, 2003
 
Síðasta máltíð litlu íslensku fjölskyldunnar var föstudaginn 3. janúar og höfðum við dýrindis birkireykt SS hangiket sem mamma hennar Auðar sendi okkur. Þetta var vægast sagt rosalega gott, kláruðum seinustu ORA baunadósina með.
Krakkarnir okkar fóru svo um laugardagsmorguninn. Við fylgdum þeim hálfa leið, burðuðumst með aðra töskuna, ekki er hægt að láta það fréttast að tvær fullfrískar láti eina ólétta um það.
Þar sem það hefur ekki gerst í marga mánuði að við Auður værum komnar fram úr fyrir hádegi og hvað þá niður í bæ (það var nú eiginlega bara nótt þar sem klukkan var 9:30) þá ákváðum við að gera eitthvað. Skoðuðum því Ráðhúsið og mæli ég eindregið með þeim túr. Gædinn okkar var svo skemmtileg og hress og sæt að þetta var hverrar krónu virði. Eiginlega vildum við ekkert yfirgefa húsið eftir túrinn þar sem það var svo ógurlega kalt úti. Þar með varð ekkert úr því að við skoðuðum neitt fleira en stukkum inn á fyrsta kaffihús sem við sáum (tilviljun ein að þar var flaggað marglitum fána) og svo heim. Tókum tvær videospólur í leiðinni og keyptum smá nammi (það fást svartir broskallar hérna, þó ekki með broskalli framan á, og er það eina nammið í lausu sem mér finnst eitthvað var í).