Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
sunnudagur, febrúar 16, 2003
Á fimmtudaginn fórum við í pool með Hrönn. Georg þóttist vera þreyttur en við vitum vel að hann var hræddur um að tapa fyrir stelpum og kom þess vegna ekki. Við fórum auðvitað á JoLo sem var troðfullur en við blikkuðum þjóninn þannig að við gátum fengið borð í 1 og ½ tíma. Það gekk bara stórvel, ég hélt áfram að æfa mig að sneiða og reyndi aðeins við langskotin, fyrir áhugasama. Á föstudaginn fór ég í vinnupartý hjá hópnum sem ég er að gera vekefni hjá núna. Partýið var haldið heima hjá prófessornum í tilefni að því að einn úr hópnum var að hætta eftir 9 ára starf hjá hópnum. Jesúbarnið mætti en fór snemma, flestir voru orðnir nokkuð drukknir um 7 og því hefur hann líklega forðað sér (hann drekkur sko ekki). En drykkjan leiddi nottla til þess að nokkrir fóru á trúnó og ég fékk allar kjaftasögurnar á labinu. Við borðuðum stórgóðan mat sem einhver eldaði og svo vorum við nokkur sem ræddum um stærð alheimsins, sem er alltaf jafn áhugavert ;-) þar til afríska tónlistin togaði okkur út á stofugólf. Hef ekki hugmynd um hver tónlistarmaðurinn/mennirnir voru en þeir voru stórgóðir og gleðin tók ekki enda fyrr en tvö (sem er seint fyrir sænskt partý). Ég var ekki komin heim fyrr en þrjú og þá var Emelía auðvitað sofnuð. Eftir 6 tíma svefn stökk ég á fætur og sendi emeliu til að þvo í þvottahúsinu því við vildum ljúka því af fyrir kl. 1. Kukkan 2 voru nefnilega mótmæli gegn stríðinu í Írak sem við fórum auðvitað á. Það mætti alveg gomma af fólki (hef ekki hugmynd um hve margir) en ég ímynda mér að það hafi verið einhverjir tugir þúsunda þar sem 20 þús mótmæltu í gautaborg, sem er mun minni borg. Einhverjir héldu ræður sem við skildum auðvitað lítið í og svo voru menn sem sungu eitthvað. Margir voru með mótmælaspjöld, á flestum stóð “No blood for oil” eða eitthvað í þá áttina en á nokkrum “Kommúnisminn lifi” eða þess háttar. Meikaði ekki alveg sens. Eftir vel heppnaða göngu, sem við tókum bara þátt í stutta vegalengd, héldum við heim á leið, tókum spólur í fruängen video, keyptum kjúlla og franskar og hugsuðum ekkert út í það að svöngu börnin í Írak hefðu getað fengið margar máltíðir fyrir peningana sem við eyddum í þessa vitleysu. Allavegna, sáum Accidental spy með Jackie Chan sem er ekkert mjög góð og Bond sem er enn mjög góð. Í dag höfum við ekki gert neitt, nema að ég tók niður allt jólaskrautið sem fór ekki með jólatrénu og emelia bakaði stórgóða Pizzu mmmmm..... Svo fékk ég mjög skemmtilegt símtal en ég segi kannski frá því síðar. Planið í kvöld er að fara einu sinni snemma að sofa svo við getum mætt snemma i vinnuna á morgun. jei. |