Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, febrúar 03, 2003
 
Fimmtudagurinn
Vann til hádegis og dreif mig svo á T-Centralen. Keypti McDonald’s hamborgara og gleypti hann í mig á fimm mínútum á bekk við innganginn hjá rútúnum frá Arlanta flugvellinum. Ég var nefnilega að bíða eftir ömmu og mömmu. Ég rölti mér svo út og leit aðeins í kring, svona til að athuga hvort þær væru nokkuð einhvers staðar á villigötum, ég hafði reyndar sagt þeim að fara ekkert því ég myndi finna þær. Þegar ég kom inn aftur sátu þær bara á kaffihúsi sem er fimm metrum frá bekknum sem ég sat á. Mamma hafði verið að horfa á fólkið á bekknum en sá bara fjóra umrenninga. Það var sem sagt ég og þrír aðrir, hinir litu reyndar soldið aumingjalega út og ég var ekki með húfuna mína (ég rakaði af mér hárið fyrir mánuði og hef haldið því þannig en mamma og amma vissu það ekki, thí, hí).
Geymdum töskurnar á lestarstöðinni og fórum í smá göngutúr (rúmir tveir tímar) um miðbæinn. Enduðum í Åliéns; amma keypti sér eyrnaskjól og ég leiddi þær síðan beint í að hnökrabananum, þær keyptu sitthvort eintakið.
Ömmu fannst nú alveg keyra um þverbak þegar hún þurfti að borga fyrir að fara á klóið hjá rútustoppistöðinni. Það fannst okkur Auði líka þegar við komum hérna í ágúst en núna erum við mjög sáttar, maður fær þá sæmilega hreina aðstöðu. Eftir þetta miðaði amma allt verð í migum (ein miga = 5 SEK)!
Þegar heim var komið tóku töskurnar þeirra að léttast heilmikið, ¼ af farangrinum var til okkar: Tveir pokar af hrossakjöti frá afa á Grænó (sjúkt, þetta hefur verið uppáhalds maturinn minn frá því ég var lítil, ég hlakka ekkert smá að borða það og djöfull er ég heppin að Auði finnst það vont!), 6 pokar af harðfisk frá ömmu, heimatilbúin kæfa frá mömmu,12 risaópal pakkar, 4 pokar af fylltum lakkrísreimum, 1 kg af blönduðum Appollo lakkrís frá Önnu Snædísi, 4 stórar Nóa&Síríus súkkulaðiplötur, tvær öskjur af lakkrísrúllum og þrjá íslenska osta. Auður fékk svo grúví sumarkjól frá Önnu Snædísi. Þvílíkt og annað eins. Nammiskápurinn okkar stendur loksins undir nafni.
Ég var löngu búin að ákveða hvað átti að vera í matinn alla dagana nema laugardaginn og dreif mig því að búa til pizzu. Hún sló að sjálfsögðu í gegn enda sjúkur botn (fenginn frá Bigganum okkar).
Mamma var búin að stæra sig af miklum kanahæfileikum þeirra mæðgna og var því ekki til setunnar boðið. Ég sá fljótt að þetta voru engar ýkjur enda vann pensjónistinn, þrátt fyrir að hafa ekki fengið spil allt kvöldið!!


Föstudagurinn
Auður fór snemma í vinnuna en við hinar sváfum aðeins út. Auðvitað var pizza í morgunmat og svo drifum við okkur í bæinn. Gengum um í Gamla Stan (afskaplega fallegur hluti), fórum aðeins á kaffihús til að hlýja okkur enda mun kaldara en í gær. Fórum aftur í Åliéns því þær voru alveg heillaðar á úrvalinu, það fæst allt í Åliéns. Mamma var nánst orðin vitstola af að vita ekki hversu kalt var úti (Íslendingar!!) svo hún keypti mæli og límdi utan á eldhúsgluggann. Þessu fylgdu nýjustu kuldatölur á hálftíma fresti. Ég keypti mér húfu með eyrum sem amma lagaði aðeins og er hún fullkomin núna. Einnig keypti ég bláan borða sem þær þræddu í flottu 9 SEK eldhúsljósakrónuna okkar, það gerir rosalega skemmtilega svip og er hún allavega tíu sinnum flottari núna, við Auður gætum ábyggilega farið út í bissnes.
Fengum okkur fajitas, amma hafði aldrei smakkað það en líkaði vel. Svo var auðvitað tekið í spilin. Auður vann núna. Ísland 1, Svíþjóð 1.