Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, febrúar 03, 2003
 
Laugardagurinn
Tókum tvö spil; mamma vann það fyrra og amma það seinna. Íslandspæjurnar komu, sáu og sigruðu og eru því Sveameistarar 2003. Leikar fóru 3-1 fyrir Íslandi.
Gerðum ekkert annað en að spila og fóru amma og Auður ekki einu sinni út úr húsi. Mamma skrapp nokkrum sinnum út enda með miklar áhyggjur af öryggismálum í húsinu, það skildi nefnilega einhver oft útidyrnar eftir opnar!!!


Sunnudagurinn
Vöknuðum snemma (kl. 9) því þær stöllur áttu að fljúga 13:40. Við Auður fylgdu þeim að rútunum og hjálpuðum með farangurinn. Það hefur verið alveg frábærlega skemmtilegt hjá okkur. Það sem hefur ekki verið hlegið, ég held bara að við höfum verið hálf geggjaðar á tímabili.
Ég tók hrossakjötið úr frystinum, það verður sko veisla á morgun.


Veðrið lék við okkur, að mínu mati að minnsta kosti. Það var kalt allan tímann, kannski einum of á föstudaginn, en heiðskýrt og fallegt. Áður en þær komu var hálfgerð súld (sem mér finnst leiðinlegt ástand) og í gærkveldið byrjaði að snjóa. Í dag hefur snjóað stanslaust (kominn 20 cm snjór) og er ábyggilega óveður að mati heimamanna en nokkuð kunnugleg sjón fyrir okkur Auði. Ég mun því aldrei aftur efast um að það sé ekki satt að það sé ávallt gott veður þegar mamma fer í frí.