Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, mars 13, 2003
 
Aftur eitthvad bögg í thessu bloggdaemi.

Thad er kannski bara komid vor í Stokkhólmi. Allavega hefur hitinn verid um 5 grádur seinustu daga og lítid eftir af snjónum.

Ég ákvad ad sofa á heimleidinni í lestinni Í thridjudaginn, thar sem Fruängen (okkar áfangastadur) er endastöd thá getur thetta ekki klikkad. Ég rankadi af og til vid mér á leidinni og svo vaknadi ég endanlega vid ad einhver kona hristi mig og sagdi "You have to go out here". Ég var sem sagt komin til Fruängen og allir farnir úr lestinni, meira ad segja fólk sem aetladi frá Fruängen farid ad streyma inn. Ég thakkadi huldukonunni (ég veit ekkert hver hún var allavega) vitaskuld fyrir og svo tók thad mig ábyggilega 5 mínútur ad vakna almennilega en eftir thad bóladi ekkert á syfju. Thad er thví ekki eins pottthétt eins og ég hélt ad sofa á heimleidinni, ég er ekki viss um ad ég hefdi vaknad af sjálfdádum ádur en lestin hefdi farid frá Fruängen.

Ég bakadi sídan drullukökuna mína (púdursykurmarensinn) og svo adra í gaerkvöld thví í dag sáum vid Külliki (sú sem leidbeinir mér um thessar mundir) um kaffid í vinnunni. Deildin hefur nefnilega thetta fína fyrirkomulag ad í hverri viku sjá einhverjir tveir um ad taka til í eldhúsinu og koma svo med bakkelsi Í fimmtudeginum. Og thar sem thad eru um 30 manns í thessari deild thá kom ég med 2 kökur. Eins og seinustu 13 skipti tókst ekki ad fá heillega köku út, annarri nádi ég ad klambra saman á disk (sem er eiginlega magnad midad vid ásigkomulag, thad er ásigkomulag kökunnar!) en ég lagdi ekki einu sinni í thad med hina, hún var thví í skál!
Hvad er thad eiginlega med thessa uppskrift, ha Solla! Ég held ad vid thurfum ad raeda thetta í hundradasta skiptid, kakan heppnast einfaldlega ekki nógu vel, ég tharf alltaf ad fá adstod til ad ná henni úr forminu og vid thad brotnar hún í spad. Kökurnar voru samt gódar ad vanda, fólk hrópadi liggur vid thakkarord til mín.

Btw, mér finnst ad sá sem fann upp G-strengsnaerbuxur eigi heidur skilinn. Bara smá útidúr en um leid afar mikilvaegt mál!