Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, mars 05, 2003
 
Framhald af Köbenferdinni

Á sunnudeginum fylgdi Biggi mér á lestarstödina (hélt á töskunni minni, algjör herramadur) og lét mig meira ad segja spretta úr spori seinustu metrana (ég tholi ekki ad hlaupa án bolta!) sem vard til thess ad ég rétt nádi lestinni. Á Hovedbanan tród ég í mig Grilled Chicken á Makka og dreif mig svo til Malmö. Thá var ad finna flybus-inn til Malmö flugvallarins. Ég sá fljótlega einn flybus sem á stód "Sturup" en ég var sko ekki á leidinni thangad heldur til "Malmö airport", hvar thessi Sturup flugvöllur vaeri kom mér ekkert vid. Á medan ég beid eftir minni rútu skodadi ég rútuáaetlunina í rólegheitunum. Ég sá bara nöfnin "Malmö" og "Sturup" og hélt fyrst ad thad vaeru thá thessir tveir flugvellir. Thegar "Sturup" rútan var farin vard ég smá óróleg thví engin ný var komin thrátt fyrir ad tímaáaetlunin segdi ad svo aetti ad vera og naesta rúta átti ad fara kl. 13 sem var á sama tíma og flugvélin mín átti ad taka á loft. Gaeti verid ad thessi fjandans "Sturup" rúta hafi verid rútan mín. Ég fór í upplýsingar og komst ad thví ad svo var. Ég spurdi thá stúlkuna hvernig ég gaeti komid mér til flugvallarins, ég aetti nefnilega ad fljúga kl. 13 og klukkan var 11:55. Stúlkan fékk nett taugaáfall (thetta gera Svíar nefnilega ekki!) og sagdi mér ad ég vaeri í vondum málum thví thad taeki 40 mínútur ad aka thessa leid og thá aetti ég eftir ad tékka mig inn. Ég gaf ekki mikid út á thessa inn-tékkun en thá tilkynnti hún mér ad madur aetti alltaf ad vera búinn ad tékka sig inn 30 mínútum fyrir brottför. Thessir Svíar geta nú verid meinfyndnir á köflum og thad án thess ad vita thad. Thessi stúlka er ábyggilega heima hjá sér núna í afslöppun thví annan eins vitleysing hefur hún ábyggilega aldrei hitt! Hvernig átti ég ad vita ad thessi Malmö flugvöllur héti thví asnalega nafni "Sturup", ég var ekki med nein plögg um flugid, ekki einu sinni flugmida thar sem ég keypti flugid í gegnum netid og thá hét áfangastadurinn Malmö! Heimsku Svíar!!!
Thá var thad bara leigubíll. Mig sveid svo vid tilhugsunina ad ég fór strax ad paela í ad hringja í flugvöllinn og kanna hvort ég gaeti fengid naesta flug á eftir sem thýddi ad ég gaeti tekid rútuna sem var ábyggilega miklu ódýrara. Thad er hins vegar ekki hlaupid ad thví ad hringja hérna í Svíthjód. Fyrst tharf madur ad kaupa símakort og svo tharf madur ad finna símanúmerid og hvernig á madur ad geta thad ef thad eru engar símaskrár vid helvítis símana, vid Audur höfum verid ad leita ad svarinu vid thessari gátu sídan vid fluttum hingad. Audvelda leidin var thví ad taka leigubíl. Leigubíllinn var hins vegar ekki svo dýr (360 SEK) og var bara 22 mínútur á leidinni, thó keyrdi hann mest á 130. Ég var thví komin á sama tíma og rútan sem ég missti af.
Ég valdi mér saeti í flugvélinni vid hlidina á tveimur börnum, ábyggilega svona 7 og 9 ára. Ég hugsadi nefnilega med mér ad börn vaeru yndisleg og oft skemmtilegri en fullordid fólk, ég var ábyggilega haldin smá ranghugmyndum eftir ad hafa verid med óléttri konu í 4 daga. Í thetta sinn fengum vid eitthvad vont ad borda, snidugt mótvaegi hjá theim thví í fyrri ferdinni fengum vid ágaetis braud. Thetta var sem sagt rúnstykki med fjólubláu káli, súrum gúrkum (sem mér thykja mjög vondar og bid alltaf um borgara á Makka án gúrku), sólthurrkudum tómötum (sem mér thykja ábyggilega vondir, finnst tilhugsunin um ad borda thá slaem og hef thví ekki smakkad thá) og mygluosti. Ég ákvad ad vera stór og taka einn bita med öllu saman á og ef thetta yrdi vont thá myndi ég ad sjálfsögdu ekki borda meira en ég hefdi thó allavega smakkad. Ég bordadi ekki annan bita. Ég hefdi betur bara átt ad nýta mér medalaldurinn í rödinni. Stelpan tók allt áleggid af sínu braudi en strákurinn tók tómatana og ostinn og var meira ad segja heillengi ad thví thar sem hann var allur klístradur vid kálid hans.
Flugid tók 1 klst og 5 mínútur og fyrir utan thessa máltíd thá slógust krakkarnir allan tímann. Ég vaeri samt alveg til í ad eiga thessi börn thví thau thögdu nánast alveg thegar thau slógust enda sat fadir theirra alveg sallarólegur í saetinu fyrir framan thau. Inn á milli í korter reyndi strákurinn ad brjóta brjóstsykur til ad thau gaetu fengid sinn hvorn helminginn. Thrátt fyrir ad mér finnist stundum sem madur sé óttalega vilaus og óthroskadur thá áttadi ég mig strax á thví ad eitthvad hefur madur laert sídan madur var 7 ára thví thegar vid lentum hafdi stráknum ekki tekist ad brjóta brjóstsykurinn. Mér finnst thad allavega fregar lógískt ad thegar madur er búinn ad henda brjóstsykrinum, í bréfinu nota bene, í teppalagt gólf í 1 mínútu (ef madur myndi nú gera thad yfir höfud) og ekki sést ein sprunga thá sé thessi adferd líklega ekki sú besta, en thad tók hann 5 mínútur ad fatta thad og thá fór hann ad stappa á brjóstsykrinum. Svo lamdi hann honum dágóda stund í beltid sitt og svo hélt hann beltinu og systir hans lamdi brjóstsykrinum í beltid. Ég ákvad ad vera ekkert ad skipta mér af thessu thví tharna höfdu thau eitthvad ad gera og unnu meira ad segja saman. Ég held samt ad ég myndi bíta brjóstsykurinn í sundur eda borda bara hinn brjóstsykurinn sem hann átti thó thad hafi ekki verid sama tegund!