Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, mars 08, 2003
 
Í gær fórum við Auður í Tapað-fundið hjá SL (almenningssamgöngufyrirtæki Stokkhólms). Ég varð nefnilega fyrir því óláni fyrir 6 vikum að gleyma fínu vettlingunum mínum í lestinni. Ég er að sjálfsögðu búin að vera miður mín síðan því amma prjónaði þá og gaf mér í jólagjöf, núna öfunda ég Auði fullt því hún á ennþá sína. Þegar við komum sögðum við að ég hefði gleymt vettlingunum mínum og héldum að með því að benda manninum á að þeir litu út eins og Auðar þá myndum við bara fá þá strax í hendurnar, ekkert mál. Við þurftum hins vegar að fara bakvið með honum og leita sjálfar og þá brá okkur, fyrir janúar mánuð voru 3 stórar hillur af vettlingum (hanskar voru í öðrum hillum). Við urðum svo hissa á því að það væru svona margir sem væru álíka miklir aular og ég. Við fórum í gegnum þessi ábyggilega 300 pör af vettlingum en fundum ekki mína (snökt). Til að hafa enga eftirsjá leituðum við líka í hillunum fyrir febrúarmánuð, en ekkert. Ég verð því greinilega að notast við leðurhanskana mína áfram en þeir eru ekki eins hlýjir og týndu hanskarnir. Það má frekar kannski segja að hönskunum mínum hafi verið stolið en að ég hafi týnt þeim (ein að reyna að sefa sig) sem er vel skiljanlegt því þetta voru gæðavettlingar, það er allavega útgáfan sem amma fær að heyra!

Eftirá fórum við á Pizza Hut, okkur finnst þær soldið góðar. Pöntuðum okkur Super Supreme eins og vanalega og án Ground beef, pork og ólífa. Það var einhver strákur sem tók pöntunina mína og furðaði ég mig á því að hann las ekki pöntunina upp eins og vanalega er gert. Þegar við fengum svo pizzuna var hún auðvitað röng, hún var með þessu spicy pork. Ég benti honum á að ég hefði pantað án pork en hann sagði að það væri nú ekki rétt og benti mér á blaðið þar sem hann hefði skrifað niður pöntunina mína. Hvað í fjandanum átti þetta blað að sanna, það var hann sem skrifaði á það! Mér finnst þetta bara soldið dæmigert fyrir karlmann, hlustar ekki nógu vel og heldur svo að hann hafi alltaf rétt fyrir sér. Í þetta sinn var ég ákveðin í að taka ekki bara því sem maður fær eins og maður hefur oft gert því ekki voru þetta mín mistök. Ég sagði því aftur að ég hefði pantað án pork og haldiði ekki að hann hafi farið að rífast við mig um þetta. Auður tók undir með mér eftir smá stund því hún heyrði vel hvað ég hafði pantað. Eftir svona 3 mínútur sagði ég honum að ég væri orðin soldið “pissed” og þá gaf hálfvitinn sig og sagði að við fengjum aðra pizzu. Hvers konar þjónusta er þetta eiginlega!!! Ef hann hefði ekki gefið sig þarna þá hefði ég farið. Ég held að ég sé að læra af honum Ögmundi frænda hennar Auðar, hann lætur nefnilega ekki svona lið vaða yfir sig!