Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, mars 04, 2003
 
Thetta var nú sá alversti bolludagur sem ég hef upplifad, allavega sem ég man eftir. Ég aetladi ad vera vodalega dugleg og baka vatnsdeigsbollur, alveg eins og mamma gerir alltaf. Thegar ég var búin ad hraera degid saman, hringdi ég í mömmu til ad kanna hvort uppskriftin vaeri ekki eitthvad röng thví degid var eins og jógúrt ad thykkt. Thá kom uppúr kafinu ad ég átti ad setja 2.5 dl af vatni en ekki 4.5. Helvítis. Verst ad geta ekki kennt einhverjum ödrum um thví ég skrifadi sjálf uppskriftina nidur eftir mömmu. Audvitad dó ég ekki rádalaus, reynd húsmódir, og ákvad ad tvöfalda uppskriftina thví ég átti ekki alveg nóg af eggjum til ad byrja upp á nýtt (í heildina urdu thví 8 egg í stad 10) og nennti ekki út í búd. Ég hafdi rosalega trú á thessu thar til ad ég sá í lokin ad deigid var ennthá allt of thunnt en var thó núna eins og súrmjólk ad thykkt. Thá var bara ad baeta smá hveiti út í. Ég kláradi hveitibyrgdir heimilisins og var thá búin ad baeta út í sem nam heilli uppskrift af hveiti. Ekki dugdi thad til, svo thegar ég skellti deiginu á plöturnar flöttust thaer strax út. Vid fengum thví fullt af klöttum en engar bollur. Ennthá var ég bjartsýn thví ádur hef ég nú bakad ljótar kökur sem hafa verid ljúffengar á bragdid. Ég theytti thví rjóma en eftir 10 mínútur áttadi ég mig á thví ad eitthvad bogid var í gangi. Rjóminn hálftheyttist bara thví ég notadi víst 20% í stad 40%. Málid er ad thessir vitlausu Svíar skrifa utan á báda rjómana "visp" sem thýdir "theyta" og hvad á madur thá ad halda. Ég baetti fullt af 40% út í og theytti lengur en thetta skánadi ekkert. Svo bjó ég ad sjálfsögdu til súkkuladiglassúr. Thá átti hátídarstundin ad byrja, CSI og nýbakadar bollur, ehh, klattar. Thetta var í stuttu máli alls ekki gott. Ég bjóst thó vid ad eftir kannski 2 klatta myndi ég venjast thessari nýju útgáfu en thad gerdist ekki. Audur reyndi ad stydja mig og sagdi ad thetta vaeri allt í lagi en vidurkenndi svo ad klattarnir vaeru ekki sérlega bragdgódir en heldur ekki vondir. Rjóminn var ekki til ad baeta bragdid thví hann var svo fáránlega loftkenndur ad hann gerdi illt verra. Allir klattarnir lentu thví í ruslinu. Á eftir fer ég í búdina og kaupi meira hveiti og egg og prófa aftur. Thad er alveg löglegt thví í dag er bolludagur hjá Svíunum, thessum elskum.