Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, apríl 02, 2003
 
Á fimmtudaginn í seinustu viku fórum við Auður í heimsókn til djammvinkvenna okkar, Ewelina og Mia. Drukkum smá öl og kjöftuðum heilmikið, auðvitað var sænskan aðallega notuð. Tilgangur heimsóknarinnar var að fara með þeim á leðurklúbb fyrir lesbíur, hvorug okkar hefur farið á leðurklúbb fyrr. Staðurinn var svona soldið “army”-legur og konurnar sem afgreiddu voru frekar vígalegar, sérstaklega sú sem var í fatahenginu, ef við hefðum verið með eitthvað múður þá hefði hún ekkert haft fyrir því að rota okkur með öðru brjóstinu, þau voru agaleg. Þetta er nú ekki fjölfarinn staður enda bara opið einu sinni í mánuði, síðusta fimmtudegi mánaðarins. Þarna voru líklega ekki nema 40 konur og voru margar þeirra á réttum stað, með tattúin vel sjáanleg, gaddaólina um hálsinn eða úlnliðinn, í leðrinu og kannski með hanakambinn. Við litum ábyggilega út fyrir að vera afar saklausar, vorum í gallabuxum, svörtu að ofan og svo gervileðurjökkunum okkar. Ég var nú samt mega töffari með gel í hárinu. Það er víst ekki tekið hart á klæðaburði þarna en þessi klúbbur er fyrir konur sem fíla konur og leður eða army eða mótorhjóladæmi eða gallabuxur og annað “kinky stuff” eins og stendur á heimsíðunni þeirra. Ég var einmitt í nýju kinky gallabuxunum mínum. Hingað til hef ég ekki litið á gallabuxur sem kinky en kannski er ég bara nokkuð villt eftir allt saman!

Við innganginn þurftum við að skrifa undir reglur klúbbsins sem eru m.a.:
Nei þýðir alltaf nei
Ljósmyndun bönnuð
Truflið ekki erótíska leiki annarra
Allir leikir skulu ávallt vera með samþykki þáttakanda
og fullt fleira