Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, maí 19, 2003
 
Barnaland Emelíu (frh)

Einn af litlu vinum okkar (Árni Jökull) var að opna heimasíðu sem inniheldur m.a. hæð hans og þyngd, ábyggilega gagngert til að hann gæti fengið upplýsingar um framtíð sína. Ég gat að sjálfsögðu ekki svikið þennan tilvonandi aðdáanda (hann verður það um leið og hann hittir mig!) og teiknaði því upp þyngd hans á móti hæð. Fékk eftirfarandi línu:

Árni Jökull (1-7 mánaða):
y = 192,21x - 6011,36
R2 = 0,99

Til að geta borið saman niðurstöður allra barnanna kannaði ég að sjálfsögðu einnig hérna hversu þungur Árni Jökull verður þegar hann er 170 cm (10 cm frávik). Niðurstaðan er 27 kg (2 kg frávik). Þar sem það er mögulegt að einhver ykkar hafi týnt miðanum sem þið skrifuðuð þyngd Unnar Maríu og Brynjars Daða á þá minni ég ykkur á að áætlað var að Unnur María verði 32 kg (2 kg frávik) en Brynjar Daði 37 kg (3 kg frávik).
Næst lá áhugi minn í aldri barnanna, þ.e. hversu gömul þau verða þegar þau ná 170 cm hæð (10 cm frávik):
Árni Jökull: 3,4 ára (0,3 ára frávik)
Unnur María: 3,8 ára (0,3 ára frávik)
Brynjar Daði: 4,4 ára (04 ára frávik)

Það er því ljóst að Árni Jökull stækkar örast af börnunum og verður orðinn stærri en móðir sín þegar hann verður einunis rúmlega 3ja ára. Ég held að ekki einu sinni Agli Skallagrímssyni hafi tekist þetta (einhvern veginn tókst honum þó að komast upp á hestinn sem hann reið á í afmælisveislu afa síns)! Ég mæli með því til foreldranna að fara að sækja um stöðu í handbolta, körfubolta eða blaki fyrir krakkanna því með með þessa hæð hafa þau allavega 10 ára forskot á jafnaldra sína. Hugsanlega væri þó betra að setja þau í einstaklingsíþrótt, t.d. tennis.

Ég hef þó örlitlar áhyggjur af því hversu há börnin verða þegar þau ná 65 kg þyngd (10 kg frávik).
Árni Jökull: verður 9,2 ára (1,5 ára frávik) og 366 cm (51 cm frávik)
Unnur María: verður 8,2 ára (1,3 ára frávik) og 300 cm (41 cm frávik)
Brynjar Daði: verður 8,4 ára (1,4 ára frávik) og 263 cm (34 cm frávik)

Ég held að ég spái ekki mikið frekar fyrir þessum börnum, það er ekki alltaf gott að vita framtíðina og svo er mig farið að gruna stórlega að það sé nú eitthvað bogið við þetta allt saman. Mér þykir harla ólíklegt að öll þau börn sem tengjast okkur verði í mjög svo undarlegum hluföllum þegar þau eldast.
Með þessa hæð er þó alveg öruggt að íþróttarliðin muni berjast um þau. Þó er líklegt að einhverjir kvillar fylgi þessari óvenjulegu hæð og allar líkur á að læknar muni nú stöðva vöxt þeirra, svo mestu líkur eru nú á því að börnin verði hin eðlilegustu!

Emelía frænka þakkar fyrir sig og óskar börnunum gleðilegs uppvaxtar.