Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, maí 12, 2003
 
Kosningarnar virðast hafa gengið vel á Íslandi. Ég helda barasta að á laugardeginum höfum við saknað þess soldið að geta ekki verið með. Ég hef vanalega horft á kosningasjónvarpið, allavega mest allan tíman framan af kveldinu og þó ég sé lítið inn í pólitík þá hef ég haft ágætlega gaman að þessu. Auk þess eru alþingiskosningarnar ekki það oft. Við Auður vorum þó með að því leyti að við kusum seinsasta þriðjudag og svo fórum við í partý á laugardaginn. Það fyndna við að kjósa í útlöndum er að maður þarf sjálfur að kaupa frímerki á umslagið sem kjörseðillinn fer í og póstleggja það líka sjálfur. Við vorum þó nokkuð ánægðar með þann sparnað sem viðgengst; ártalið á umslaginu sem kjörseðillinn var í (það umslag var svo í öðru umslagi, mjög flókið allt saman) var 199_. Þeir hafa sem sagt ekki séð eina einustu ástæðu til að prenta nýja kjörseðla fyrir 21. öldina og átti maður bara að krota yfir þetta 199_ og skrifa 2003. Veit samt ekki hversu mikill hluti af þessu kosningarugli er í raun prentkosnaður fyrir útlendu atvæðin.