Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, júlí 07, 2003
 
Úff, þetta er búin að vera erfið helgi! Höfum legid upp í sófa, upp í rúmi, úti á "verönd" að lesa Harry. Ég er komin vel á veg með númer fimm, Emelía er að lesa númer fjögur með mjög gagnrýnum augum. Reyndar fórum við í smá túristaferð á laugardagseftirmiðdag, sigldum til Djurgården þar sem er tivolí og garðar og söfn og svona. Við fórum á Vasa safnið þar sem 400 ára gamalt skip sem sökk í höfninni hér í jómfrúarferð sinni. Því var lyft upp af 30 m dýpi f. ca. 40 árum. Það var rosalega gaman að sjá það.
Í kvöld er svo pool kúrsinn okkar, við vorum duglegar að æfa okkur i síðustu viku og því vona ég að ég verði skárri í kvöld en síðast.