Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, júlí 11, 2003
 
Ég er alltaf svo óskaplega spennt að opna myndamöppurnar að ég held ég opni eina í viðbót; það er reyndar stór mappa sem inniheldur þrjár möppur, Gönguferðir og önnur afrek. Ennþá eru "önnur afrek" bara þegar ég keppti í Snóker fyrir Íslands hönd í Continental Cup sem var haldinn í Reykjavík í fyrra. Ég fékk að vera í íslenska snókerlandsliðsbúningnum og allt. Búningurinn var nú samt ekki merkilegur, hann samanstóð bara af einu vesti sem var í þokkabót allt of stórt á mig enda saumað á strákana.


Annars er sólin búin að skína í allan morgun og er ég þegar búin að sóla mig í 1,5 tíma; það er svo tilvalið að lesa greinar úti í góða veðrinu. Veit ekki hvort ég á eitthvað að vera að birta þetta þar sem sólin hvarf á miðvikudaginn eftir miklar yfirlýsingar frá mér. Og ég er búin að vera á stuttbuxum og bol (eins léttklædd og ég get) alla vikuna í vinnunni og með gluggana galopna. Að sjálfsögðu halda geitungarnir að með þessu sé ég að bjóða þeim inn en þó mér sé nú ekkert allt of vel við þá þá hef ég ákveðið að hætta þessum geðveikislegu kippum og hlaupum ef þeir koma inn. Ég er jafnvel nokkuð róleg þó þeir sveimi um höfuðið á mér. Best er bara að loka augunum!