Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, júlí 09, 2003
 
Í gærdag sofnaði ég í vinnunni. Þannig er að herbergisfélagar mínir þrír eru í sumarfríi og þá er að sjálfsögðu miklu hljóðlátara á skrifstofunni okkar, þó þeir séu nú ekkert allt of fyrirferðmiklir greyin (tveir Eistar og einn kínverji). Ekki skemmir heldur fyrir svefninum að prófessorinn minn er líka í fríi, annars hefði ég ábyggilega síður lagst fram á borðið. Ég er sem sagt að reyna að leita að upplýsingum á netinu og geri því ekki annað en að lesa en því fylgir nú ekki mikil hreyfing. Þessi samblanda er hrein og bein ávísun á að ég verði hrikalega syfjuð og veit ég fá ráð við þessu ástandi, önnur en að taka smá lúr. Ef einhver er með betri hugmynd, endilega láttu heyra í þér.