Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, júlí 25, 2003
 
Komin ein ný mynd af Brynjari Daða.

Aftur freistuðumst við Auður til að fá okkur harðfisk á almannafæri í gær en í þetta sinn var fólk ekki lokað inni með okkur heldur var þetta á lestarstöðinni. Stuttu eftir að við vorum búnar að borða harðfiskinn settust þrír unglingspiltar á sama bekk og leyndist lyktin þeim ei. Þeir byrjuðu að tala um skrítnu lyktina sem væri hérna og voru handvissir um að þetta væri nú fiskilykt en þó grunaði þá í smá tíma líka ónýt jarðarber rétt hjá þeim. Nei, þetta var deffínetlí fiskilykt, það var þeirra lokaákvörðun. Ég var bara nokkuð ánægð með ungu kynslóðina, heimurinn mun hugsanlega ekki fara til fjandans þegar þau komast til valda :)
Ætli við verðum bara ekki að fara að borða þennan dýrindismat heima hjá okkur.