Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, ágúst 04, 2003
 
Já, þá er Stockholm pride búið. Emelía er að skrifa pistil um það sem við gerðum á pride. Held að við séum sammála um að þetta hafi verið mjög skemmtileg upplifun og ég hvet alla samkynheigða (sem eru líklega ekki nema tops 3 sem lesa þetta :) til að bregða sér á stóra pride hátíð sem stendur í nokkra daga. Þó hátíðin heima sé mjög skemmtileg og takist alltaf frábærlega þá er ekkert líkt því að ganga um stórt svæði þar sem búnkar af Lellum, hommum, trönsum og einstaka streitari skemmta sér saman og horfa á sæta stráka kyssa sæta stráka og sætar stelpur leiða sætar stelpur. Á svona stórri hátíð er líka fullt af áhugaverðum fyrirlestrum, workshoppum og básum sem gaman er að skoða.
Ég held að þessi hátíð hér hafi farið afar vel fram og flestir í góðu skapi. Þó voru margir fúlir út í skipulagsnefndina fyrir að bjóða formanni moderatana að halda opnunarræðu hátíðarinnar og m.a. tvær ræðukonur hættu við sínar ræður vegna þessa. Þessi maður hefur nefnilega kosið nei við lögunum um staðfesta samvist, lögum um stjúpættleiðingar og ættleiðingar samkynhneigðra og við lögum sem áttu að leggja til að klausu um að mismunun á grundvelli kynhneigðar yrði skilgreind sem mannréttindabrot í mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna.
Svo voru nýnasistar eitthvað óánægðir með nokkra norska homma í göngunnni á laugardag og köstuðu að þeim flöskum. Maður sem reyndi að stöðva nýnasistana varð fyrir flöskum hnefum og stígvélum og endaði á sjúkrahúsi. Hann var hins vegar hinn brattasti þegar tekið var við hann blaðaviðtal og ætlaði sko að mæta í gönguna að ári. Ég held að nýnasistarnir hafi bara verið afbrýðissamir því þessir norsku strákar voru svo rosalega sætir og vel vaxnir og alls ekki feimnir við að sýna það, þeir voru bara í bleikum sundbuxum og með bindi (mmmmmmmMMMMmmm.....).
Á sunnudagskvöldið var hefðbundin kynvillingamessa í kirkju í miðbænum og að venju stóðu ofsatrúarmenn fyrir utan með mótmælaspjöld. Löggan gerði sér lítið fyrir og trillaði þeim í burtu sem mér finnst nú reyndar að hafi verið óþarfi, þó það sé gaman að vita að löggan heldur með HBT (homo- bi- trans) fólki en ekki ofstækismönnunum. Fólk hlýtur að mega standa með mótmælaspjöld hvar sem það vill á meðan það er ekki að berja menn eða kasta í það flöskum e.þ.h. Samkynhneigðir hafa líka heyrt þetta allt margoft áður og eru ekki viðkvæm lítil blóm sem ekki ráða við að lesa eða heyra einhver leiðindi. Þeir sem hafa rangt fyrir sér eiga líka að fá að tjá sig :)