Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
sunnudagur, apríl 18, 2004
Ég er búin að senda inn skattaskýrsluna mína, gerði það á netinu í seinustu viku. Svíar elska mig svo mikið að þeir ætla að borga mér smá til baka. Ég tók síðan eftir auglýsingu áðan þar sem stóð að það er hægt að senda inn skattskýrsluna sína á fjóra vegu: 1) í gegnum netið, 2) með því að hringja, 3) með því að senda sms og 4) með gamaldags aðferðinni, þ.e. að með venjulegum pósti. Mér fannst þetta soldið magnað. Fólk ætti því ekki að hafa neina afsökun fyrir því að senda ekki inn skattaskýrsluna. Það að geta hringt eða sent sms þykir mér merkilegast en að sjálfsögðu fá allir senda kóða í pósti til að hver sem er geti ekki bara hringt og sagst vera einhver annar. Svíarnir eru með þetta á hreinu. Er allt þetta mögulegt á Íslandi? Á föstudeginum horfðum við á video í vinnunni. Prófessorinn minn keypti nýjustu myndina með Woody Allen, Anything else. Myndin var þrælskemmtileg eins og flestar þær myndir sem ég hef séð með Woody. Eftirá ætlaði ég nú bara að fara í pool og hafa það huggulegt heima, ein, en plönin breyttust aðeins því fólkið ætlaði út að borða. Fyrst drukku þau öll fullt af kampavíni og berjum (ekki ég því mér þykir kampavín vont) í boði prófessorsins, hann elskar kampavín og nýtir sér hina og þessa áfanga til að fagna. Borðuðum á pólskum stað, ágætur staður (soldið ömmulegur) með djassi. Ekki var ég nú samt beint hrifin af matnum og var sú eina. Fólkið var farið að halda að það væri eitthvað að mér; líkaði ekki kampavín, drakk bara kók með matnum og svo fannst mér maturinn ekki góður. Súrkál með öllum réttum. Afgangurinn var svo löðrandi í fitu að ég gafst upp eftir 1/3, vegna klígjutilfinningu. Vegna þessa snéri ég mér að bjórnum, maður verður alltaf saddur af honum :) Fórum síðan á einhverja krá þar sem prófessorinn dældi í okkur bjór, pantaði alltaf 10 bjóra í einu þrátt fyrir að við værum nú bara 6. Honum fannst ekki taka því að panta færri þar sem þetta var nú einu sinni lítill bjór! Eftir að einum af okkur var hent út fyrir ölvun (ekki ég og ekki prófessorinn því hann var farinn) fóru ég og tveir af strákunum heim til mín og hlustuðum á geisladiska. Allir geisladiskarnir voru dregnir úr skápnum en svo hlustuðum við nú bara mest á Abba Gold. Vona bara að nágrannarnir fíli Abba, er annað hægt! Strákarnir sváfu síðan saman í sófanum. Annar (aðstoðarprófessor við deildina, bara þrítugur samt) fór snemma um morguninn þegar konan hans hringdi í hann því hann gleymdi að segja henni að hann ætlaði að gista (tunnelbanan gékk nefnilega ekki svona seint um nóttina). Hinn fékk nú að sofa aðeins lengur og fékk síðan morgunmat með því skilyrði að hann spilaði við mig Sequence. Ég var dauðfegin að hafa fengið strákana heim því ég er yfirleitt skíthrædd að ganga heim til mín á nóttunni þar sem það er nokkuð dimmt og enginn á ferli til að bjarga manni. |