Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, apríl 27, 2004
 
Jæja, já. Íbúðin okkar er í rúst. Það eru kassar og föt og drasl útum allt. Emelía er samt undarlega róleg yfir þessu og í morgun þegar lítil sæt könguló skreið á milli tánna á henni sagði hún bara “Æ, æ þarna er könguló”. Held að Emelía sé á róandi og hafi ekki sagt mér frá því.

Fórum annars í pooltíma í gær sem var sæmilega heppnaður. Lærðum nýja hundleiðinlega æfingu sem ég gat ekkert í og ætla að reyna núna á eftir.

Málið með skemmdarverkin í deildinni minni er orðið svaka löggu- og fréttamál. Skemmdarverkið sem ég vissi ekki hvað var fyrir páska fólst víst í að skemmdarvargurinn skrúfaði frá gaskrönunum á einhverjum löbum og það eina sem hefði þurft til þess að rosa sprenging hefði orðið var að kveikja á eldspýtu, t.d. til að starta búnsenbrennaranum e.þ.u.l. Doltið skerí. Þetta var á forsíðu metrósins í morgun og í hádegisfréttunum á miður gáfulegum útvarpsstöðum í dag.