Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
mánudagur, apríl 05, 2004
Satt hjá Auði, ég mun bara vera heima á morgun og á miðvikudaginn því það er próf á fimmtudaginn. Ég má samt til með að monta mig á flottasta páskaskrauti í heimi, þ.e. mínu, ehhh, okkar. Á laugardaginn klippti ég fullt af greinum fyrir utan veröndina okkar og setti í vasa. Á hengdi ég svo 9 gegnsæ ámáluð egg (sem ég keypti á föstudaginn) og á toppinn á hverri grein festi ég fjaðrir í mismunandi litum. Ég hef aldrei séð svona flott páskaskraut. Ég er greinlega meðfætt páskaskreytari því þetta er bara í annað skiptið sem ég geri þetta, sá aldrei ástæðu til þess þegar ég bjó hjá mömmu og pabba því mamma gerði þetta alltaf og svo snérust páskarnir bara um páskaeggið. Föstudagurinn var örlítið viðburðaríkur. Ég léttist ábyggilega um 1 gramm þar sem ég lét taka kúlu á hausnum á mér. Mér var næstum því farið að þykja vænt um kúluna því ég hef haft hana ábyggilega í 3 ár. Hún var nú ekki það stór að fólk úti á götu snéri sér við, en engu að síður pirraði hún mig því hárið á mér hafði þann skemmtilega eiginleika að snúa sér frá miðjunni á kúlunni svo ég sá stundum skína í hana þegar ég leit í spegil, efa samt að nokkur annar hafi tekið eftir þessu. Einnig var hún sjáanleg þegar ég rakaði á mér hárið. Það sem mestu máli skipti auðvitað var að hún pirraði Auði mína þegar hún klippti mig :) Þessi fjandi virðist vera ættgengur, allvega hafa pabbi og amma oft fengið svona. Réttast væri því að senda reikninginn till föðurhúsanna en þar sem elsku Svíarnir eru ekkert að okra á manni þá sleppi ég því í þetta sinn. Eftir “aðgerðina” (svo sem engin aðgerð, bara tvö spor) fór ég heim að taka til og hitti síðan Auði í bænum. Við byrjuðum nú á því að skipta vekjaraklukkunni sem Auður keypti fyrir þremur vikum. Alveg hreint merkilega stórgallaður gripur, einungis hægt að ýta tvisvar á “snooze” en eftir það kemur ekki píp úr kvikindinu fyrr en sólarhring síðar líklega. Hvers vegna framleiðir maður svona klukkur, af hverju ekki að leyfa fólkinu að hafa þann möguleika að snooza oftar en tvisvar sinnum sem voru samtals 10 mínútur í okkar tilfelli. Svo röltum við um bæinn og gáfum gítarspilaranum hennar Auðar nokkar krónur. Auður tók þennan kall ástfóstri fyrir löngu enda ekki annað hægt. Hann er á besta aldri, eldrauður í framan (þetta er þó ekki prófessor Bragi að drýgja tekjurnar) og mikið hás en heldur samt lagi. Sem sagt mjög sérstakur náungi sem spilar í jafnvel skítakulda og ávallt á sama stað í miðbænum. Hann byrjaði að spjalla við okkur og ákvað síðan að hætta að spila og spurði hvort við vildum koma með sér á kaffihúsið 3. hæð. Ég var nú með nei á vörunum en náði ekki að segja það því áður en ég vissi var Auður búin að segja já, já, mér til mikillar undrunar btw því stúlkan hún Auður er ekki vön að vilja tala við ókunnuga. En hvað getur maður gert þegar manni býðst tækifæri að drekka kaffi með uppáhalds miðbæjarpersónunni manns. Hann reyndist vera frábærlega fyndinn skoti sem hefur búið hérna í 5-6 ár og framfleytir sér með spilamennsku, ekki bara í bænum heldur líka af og til í ferjunum sem ganga til Finnlands eða Eistlands. Oft minnti hann mig á Bersta og stundum á Hauk bróður. Þarf að fara heim, sé að ég mun missa af fyrstu 15 mínútunum í CSI, æ, æ, æ. |