Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
miðvikudagur, apríl 28, 2004
Var víst búin að lofa USA-ferðasögu. Eftir 13 klst flug með tveggja tíma millilendingu í Chigaco lenti ég á flugvelli Salt Lake City. Var smá stressuð í vegabréfsskoðuninni af því að ég hélt að Bandaríkjamenn væru algjörlega búnir að missa vitið öryggisráðstöfunum en kallinn í vegabréfseftirlitinu leit varla á mig. Síðan biðum við, ég og sænskur aðstoðarprófessor sem vinnur í sama húsi og ég en er í öðrum hóp og m.a. öðrum háskóla, eftir rútu sem átti að flytja okkur á hið rómaða skíðasvæði Snowbird þar sem ráðstefnan var haldin. Við sátum inni á flugvelli í sænsku vetrarfötunum okkar og nenntum ekki út. Þegar rútan kom og við loks dulluðumst út var glaðasólskin og örugglega 20°C hiti! Bílstjórinn okkar var rosa vinalegur eins og allir ameríkanar og mér fannst að ég hefði kannski haft rangt fyrir mér með þá. Hvað er að því að brosa og spjalla við ókunnuga? Þessi hugsun entist í svona 10 mínútur eða þar til bílstjórinn var næstum búin að drepa okkur úr leiðindum með kjaftagangi um Salt Lake og umhverfið og að þetta eða hitt væri “...the best/larges/most beautiful/fastest in the world” ákvað ég að ég hefði haft rétt fyrir mér frá byrjun; bandaríkjamenn eru pirrandi. Hótelið okkar var rosa fínt skíðahótel og ég var í herbergi með labfélaga mínum á sjöundu hæð. Þar sem ENGINN í ameríku notar stiga varð ég að taka lyftuna allann tímann og það gekk bara vel. Þarna um kvöldið voru tveir mjög áhugaverðir fyrirlestrar, m.a. nóbelsverðlaunahafi. Ég var þá orðin nokkuð löskuð af flugþreytu, hungri og almennri þreytu því klukkan var orðin fimm um nótt hjá mér. Fór samt með labfélögum mínum sem komu ekki með sama flugi og ég, að borða. Þeir gerðu ekkert smá mikið grín að mér því ég var hálfstjörf. Fór beint í bólið eftir matinn, reyndi að hringja í Emelíu fyrst en þar sem símakortið mitt var svo heimskulegt að maður þurfti að setja 4x quarters til að geta notað það, hringdi ég úr herbergissímanum. Það var ákvörðun sem ég sá eftir, enda álagningin á hótelsímtöl vel útilátin. Daginn eftir í viðbjóðslega morgunmatnum (brauð drekkt í sírópi, ristaðbrauð en engin ostur og dísætar möffins) hitti ég Palla. Jíbbíjei. Hann var þreyttur eins og aðrir evrópubúar á ráðstefnunni en sætur og hress að venju. Eftir fyrirlestra morgunsins, sem voru hundleiðinlegir bioinformatics fyrirlestrar, fóru ég og Palli og tvær stelpur af labinu mínu, þær Sue-Li og Ulrika (herbergisfélaga minn) að borða og síðan í heita pottinn á “Spa” hótelsins. Heiti potturinn var á þakinu en afgirtur þannig að þar var ekkert rok. mmmm það var ljúft, þó ég hafi setið þarna á næronum og hlýrabol, sem er fyrir svíunum næstum jafnslæmt og að skíða í skíðagalla. Palli var þvílíkt hitt strax og stelpurnar hlógu að næstum öllu sem hann sagði. Ég hypjaði mig úr heita pottinum þegar félagar mínir fóru að spjalla við mann sem kallaði sig “a red neck called Tyrone”, ömurlegan loðinn gamlan suðurríkjabúa með tagl. Mér er illa við ókunnuga. Það kom síðan í ljós þegar ég hitti Palla, Sue-Li og Ulriku að þau höfðu ekkert fílað hann heldur, en kunna bara ekki að láta það í ljós. Ég bauðst til að kenna þeim morðaugnaráðið sem ég nota til að losna við ókunnuga en þau neituðu öll. Skil ekki af hverju..... Fyrirlestrar kvöldsins voru afar skemmtilegir og eftir þá fengum við kvöldmat: risastóra kartöflu með sósu og grænmeti. Við vorum líka með póstersessjón og fullt af fólki kom og vildi kynna sér það sem við erum að gera. Einhver ljóshærður Cambridge þjóðverji fór síðan að angra okkur Palla og ég held að Palli hafi séð eftir því að hafa ekki lært morðaugnaráðið þegar hann fékk tækifæri til. Eftir postersessjónina fórum við öll,s.s. hópurinn minn og Palli á barinn á efstu hæð hótelsins og spjölluðum. Mig hafði svimað allan daginn og leið eins og ég næði ekki andanum og þorði því varla að drekka bjór en eftir hálfa flösku var gólfið hætt að hreyfast og eftir heila var eins og ég væri með súrefniskút. Þannig að ef þið eruð í andnauð í 2500m hæð; drekka bjór. Við Palli vorum síðust út af barnum en það var bara til að halda reppi um brjálað Íslendinga, við fórum c.a. 15 min á eftir hinum. Skrifa meira síðar.... |