Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, júní 22, 2004
 
Í gær fór Emelía og talaði við tæfuna á fyrstu hæðinni. Hún er bitur og furðuleg og virðist ekki eiga neina vini, nema strákinn sem við leigjum af. Hún vill sumsé ekki ræða við okkur ef einhver sambúðarvandamál koma upp, heldur við strákfíflið. Hann lætur eins og við höfum spreiað klíkumerkið okkar á stigaganginn, brotið alla gluggana þar og pissað síðan yfir útidyramottuna. Hann hafði aldrei upplifað partý sem stendur lengur en til ellefu (hann sagði það í alvöru) og ef að grannkonan okkar heyrði í okkur aftur eftir ellefu yrði leigunni sagt upp. Það mætti halda að þetta væri 30. partýið okkar en ekki fyrsta og að við hefðum verið að spila graðhestarokk á hæsta en ekki að spjalla og hlægja (reyndar sumir hærra en aðrir). Djísös. Við vorum að vonast til að þurfa ekki að flytja eftir ár því það er hundleiðinlegt að flytja en nú hlökkum við til 30. janúar þegar við segjum upp þessari ljótu íbúð. Bitra og leiðinlega fertuga kellingin á fyrstu hæðinni var skilningsríkari en 25 ára wannabe þungarokkarinn sem við legjum af. Hún virtist vita að annað fólk hefði hneigð til skemmtana sem dragast á langinn, þó hún vilji ekki sjá það nálægt sér og opna kattarglugganum sínum en hann gat bara ekki séð þetta fyrir sér gerast.
Sem betur fer höfum við ekki haldið partý í Fruängen eins oft og eins hávær og á Íslandi (aðalega af því að hér þekkjum við eiginlega engan) þannig að við lifum nú alveg af að taka því rólega á næstunni.