Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, júní 21, 2004
 
Á laugardaginn héldum við innflutningsteiti í nýju íbúðinni. Buðum ekkert rosalega mörgum en flestir gátu komið. Auður bjó til alveg fullt af snittum sem voru alveg hrikalega góðar og ofsalega flottar. Hún Auður mín er svo rosalega klár í eldhúsinu enda reyni ég sjaldnast að hindra hana í að búa til eitthvað gott handa mér.
Við fengum fullt af gjöfum: tvo pastadiska, diskamottur og servéttur frá poolfélögunum; pottahanska og servéttur frá Míu; og alls konar ílát (fyrir snakk, nammi, sallat, ofnrétt, sykurkar og mjólkurkönnu) frá öllum Íslendingunum. Við erum ofsalega ánægðar með allt saman en erum í smá skápaplássvandræðum strax :)

Allt gékk friðsamlega fyrir sig, bara verið að spila tónlist og kjafta og svo byrjað að spila teningadrykkjuleikinn. Er þá ekki bankað hjá okkur um miðnætti og ég fer til dyra. Þar stendur dökkhærð, krullhærð kona sem hafði ekki fyrir því að kynna sig heldur byrjaði strax á að segja að það væri hávaði frá okkur. Ég sagði að sjálfsögðu að ég myndi reyna að lækka. Hún var eitthvað ekki nógu ánægð með það og krafðist að við myndum slökkva á tónlistinni því hún væri sko að fara að vinna daginn eftir. Ég var svo hissa á þessu að ég sagði ekkert. Þá skellti hún framan í mig að við hefðum líka verið með partý um seinustu helgi. Ég leiðrétti það því þetta er okkar fyrsta partý í húsinu og þá fór hún.

Við Auður vissum ekkert hvar þessi kona bjó. Sá við hægra megin við okkur er á elliheimili og sá fyrir neðan okkur hefur haft tvö partý síðan að við fluttum inn og ætti því ekki að vera að kvarta. Fræðilega ættu ekki aðrir en sá vinstra megin að heyra í okkur, nema þegar það er opið út á svalir.

Parýið var til tæplega 3 og konan lét ekki sjá sig aftur og héldum við þá bara að allt hefði verið í lagi. En neeeei, kellingardruslan hringi alla nóttina í strákinn sem við leigum af (Daníel). Næst ætlar hún að hringja í húsvörðinn og þá verður leigusamningnum sagt upp, eða það segir hún. Ég hef nú engar áhyggjur, það getur ekki verið svo auðvelt að henda fólki út og sérstaklega ekki fyrir eitthvað svona lítilvægt. Í Fruängen vorum við með frekar hávær partý og alveg til 5 um nóttina og aldrei kom nokkur maður og kvartaði.
Djöfull er gaman að eiga svona nágranna, svona vælukjóa og aumingja. Ég fattaði ekki fyrr en daginn eftir að ég hefði átt að láta hana hafa tvo eyrnatappa þegar hún fór.
Og við vitum sem sagt núna að konan býr á fyrstu hæð, tveimur hæðum fyrir neðan okkur og skiljum við ekkert í því hvernig í ósköpunum hún heyrði svona vel í okkur.