Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
fimmtudagur, ágúst 26, 2004
Hér er skammt stórra högga á milli. Í gær fengum við alvöru sænskan rafmangnsreikning fyrir notkunina þau tæpu tvö ár sem við bjuggum i Fruängen. Fyrir ári fengum við reikning fyrir línuna og gerðum þvílíkt grín að svíunum fyrir að vera sínöldrandi yfir rafmagnsverði sem er jafnvel lægra en heima. En það var auðvita bara hállf sagan og nú skuldum við rafmagnsveitunni 30. þús ISK. (skil ekki af hverju þeir vilja fá thetta í íslenskum krónum;). Þannig í næsta mánuði þurfum við að borga reikninga upp á 200 þús, LÍN og rafmang. Rosalega er ég orðin fullorðin. Annars er ég að reyna að sleppa við að borga LÍN eftir ábendingu frá Snævar um að ég ætti að geta frestað afborgunum af því að ég er í námi og það ættu ekki að vera vextir af því á meðan. Er að vinna í málinu, vona að það takist. |