Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, ágúst 06, 2004
 
Jæja, mér sýnist að Emelía ætli sér ekki að skrifa neitt þannig að ég tek það bara að mér. Hittum tussuna á neðstu hæðinni þegar við vorum að bera upp töskurnar okkar á fimmtudagskvöldið í síðustu viku. Hún labbaði smá á eftir okkur upp stigann framhjá sinni íbúð, horfði síðan á Emelíu, snéri við og þegar hún var komin í hvarf sagði hún “eruð þið komnar heim?”
Annars fórum við að horfa á kynvillingagönguna á laugardaginn, hún var rosa flott, en ekki eins löng og í fyrra. Emelía er orðin svo gömul að hún nennti ekki út um kvöldið svo við vorum bara heima að spila nýja scrabble spilið okkar. Um helgina ætla ég að reyna að minnka myndirnar sem við tókum á nýju rosalega góðu myndavélina okkar svo ég geti sett þær hér inn á mánudaginn. Síðan koma myndirnar frá íslandi í næstu viku.

Annars erum við búnar að vera rosalega duglegar að hjóla alla vikuna. Ég svindlaði reyndar á miðvikudaginn og var heima að skrifa. Á að skila plani um verkefnið mitt í lok ágúst og það gengur ekki alveg nógu vel að skrifa innganginn, a.m.k. ekki hér í vinnunni þar sem eru svo miklar truflanir alltaf.
Hér er búið að vera manndrápsheitt síðustu tvo daga og varla hægt að hjóla og spáð sama veðri um helgina. Fékk svo mikið far á binguna á íslandi að ég hugsa að ég reyni að vera í sólbaði til að ná því af mér. Emelía var eitthvað að tala um að fara í vinnuna en ég vona að hún ætli bara liggja í sólbaði með mér.