Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
mánudagur, ágúst 30, 2004
Um helgina fór ég með spænskri stelpu sem er að vinna með mér að kaupa skó. Fann rosa fína í skopunkten sem sum ykkar kannast við, á 2500 ISK. Veðrið hér er enn mjög gott þannig að það var mjög skemmtilegt að labba í bænum og versla, kíkja á kaffi hús og spjalla og þannig. Emelía var heima alla helgina að læra, þessi duglega elska. Ég gerði nú mitt besta til að trufla hana og mútaði henni með friends. Það virkaði upp að vissu marki. Mútaði henni líka með vöfflum í gær og þá náði ég henni frá tölvunni í góða stund. Á morgun ætla ég að hjálpa henni eitthvað með pósterinn, þó mér hafi sýnst á öllu í morgun að hún þyrfti nú ekki á neinni hjálp að halda. Þessa vikuna er ég að kenna sænskum krakkafíflum. Nenni því alls ekki en þar sem ég fæ fullt af pening fyrir þetta læt ég mig hafa það. Get ekki gert neinar tilraunir á meðan L |