Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
miðvikudagur, september 15, 2004
Ókei, ókei, ókei. Vegna fjöldaáskorana og einlægrar ákvörðunar minnar að stuðla að friði í heiminum þá hef ég ákveðið að rita hérna nokkrar línur. Fyrst verð ég náttúrulega að segja að hún Aujan mín á afmæli í dag. Jibbí, skibbí!!! Og hún er 27 ára í dag. Ég söng að sjálfsögðu afmælissönginn fyrir hana í morgun en það var nú samt ekki fyrr en eftir að hún var sjálf búin að syngja afmælissöngvaútgáfur fyrir sjálfan sig. Mín frábæra útgáfa var síðan einungis til að efla Auði í sjálfssöngnum, bæði á íslensku og sænsku :) En í öðrum fregnum (mun ómerkilegri að sjálfsögðu). Ég var sem sagt viku í Prag á 6 daga ráðstefnu um prótein og peptíð. Ráðstefnan var afar skemmtileg og vel séð um gestina enda var innritunargjaldið þvílíkt (35.000 Ísl fyrir nemendur en 50.000 fyrir aðra!!!). Ég varð heldur ekki fyrir vonbrigðum með Prag. Þetta var mitt fyrsta skipti í Prag og var ég einungis leið yfir því að Aujan mín væri ekki með mér á þessum fallega stað, enda erum við nánast búnar að ákveða að fara þangað eftir ár. Það var alveg endalaust gaman að ganga um göturnar og jafnvel sömu götuna aftur og aftur. Maturinn var mjög ódýr og yfirleitt góður, ef ég skildi hvað ég var að panta mér :) Og það var líka hægt að finna þvílíkt ódýr föt. Ég keypti nú ekki mikið í Prag en náði að versla mér tvennar peysur og eina á Auði, einar buxur, 8 naríur, einn bol á Auði, tvö bjórglös og svo auðvitað kristalskoníaksglösin (handmade and handpicked) sem ég gaf Auði í afmælisgjöf. |