Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
fimmtudagur, september 23, 2004
Nú verð ég bara að segja sögu af strák sem er doktorsnemi í sama hóp og ég. Hann býr í blokk hérna ekki langt frá vinnunni þar sem er þvottahús í kjallaranum með nokkrum þvottavélum og þurkurum, svona eins og í flestum blokkum í Stokkhólmi (btw þá eru flest ofbeldisverk sem nágrannar hér fremja á hver öðrum hér í einhverjum tegnslum við þvottahúsið, t.d. að einhver fór yfir á tímanum sínum, einhver þurkaði ekki af þvottavélinni þegar hann var búin o.s.frv.) Eníhú, þá er þessi vinnufélagi minn samviskusamur svíi og hann þurrkaði auðvita af þvottavélinni um daginn þegar hann var að klára sinn tíma í þvottahúsinu. Í þvottahúsum þessum er yfirleitt til þess gerð tuska og hann tekur eftir því þarna að tuskan er eitthvað blettótt en ekki beint skítug svo hann notar hana bara. Þegar hann er alveg að verða búin kemur pirrandi nágranakonan hans inn því hún á næst tíma og segir strax: "Ég myndi ekki nota þessa tusku". Hann svarar með áhugalausu "hví" því þessi kelling er alltaf eitthvað að reyna að tala við hann og hún segir honum það. Þannig var nefnilega mál með vexti að hún var í þvottahúsinu um daginn að þvo og varð þá svona ægilega brátt í brók þannig að hún flýtti sér á klósettið sem er þarna í þvottahúsinu. Þegar hún var búin að ljúka sér af tók hún eftir því að þarna var einginn klósettpappír og af því að hún er líka samviskusamur svíi sem veit að maður á að skeina sig þá trítlaði hún sér inn í þvottaherbergið og nýtti tuskuna góðu til að þurrka burt ullabjakkið. Svo skolaði hún tuskuna og setti hana a sinn stað. Vinnufélagi minn sagðist aldrei hafa þvegið sér eins mikið um hendurnar. |