Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, október 26, 2004
 
Við komum frá Sviss í gærmorgun. Vöknuðum kl. 4 um nóttina, tókum lestina til Zurich og svo flugvélina heim. Sem betur fer náðum við að sofa smá alls staðar því við fórum síðan beint í vinnuna.
Á sunnudögum er Basel algjörlega steindauður bær og neyddumst við því til að taka því rólega. Löbbuðum bara yfir til Frakklands í 23ja stiga hita og fengum okkur franskar og kók á nánast eina opna staðnum. Hefðum nú líka getað labbað okkur til Þýskalands en það hefði tekið aðeins lengri tíma.
Horfðum á nokkuð góða mynd sem heitir Gia og er með Angelina Jolie í aðalhlutverki sem er alls ekki að skemma fyrir myndinni. Jolie er ekki ljótur kvenmaður og það var heldur ekkert leiðinlegt að mikinn hluta af myndinni var hún í afar fáum klæðum og stundum í engum. Mæli sem sagt alveg með þessari mynd en búið ykkur líka undir að hún er sorleg á köflum.

Alveg hreint magnað hvernig líkaminn starfar. Í morgun rak Auður litlu tána í vegg og rak upp þetta líka skaðræðisöskur og sá ég um leið blóðið fossa á gólfið. Ég hélt að hún hefði miss nöglina eða jafnvel löppina því svo mikið blóð kom. Nei, nei, allt var á sínum stað en skinnið á litlu tánni hafði bara sprungið, líklega af því að Auður þrammaði í Sviss á þröngu, flottu, nýju skónum sínum og gerði því að öllum líkindum útaf við tána. Hins vegar stoppaði líka fljótlega að blæða. Alveg hreint magnað, þetta hef ég aldrei séð fyrr.

Hérna til vinstri er ég búin að setja upp teljara og fyrir þau ykkar sem eruð að velta skammstöfununum fyrir ykkur þá stendur "H, B & T" fyrir Hlín, Biggi & Týri og "Ö & K" stendur fyrir Ögmundur og Kalli. Öll nöfnin komast bara ekki fyrir í línunni, ég mun reyna að fixa þetta eitthvað síðar.