Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
sunnudagur, október 24, 2004
Við létum verða að því í gær að fara á BarRouge sem er á efstu hæð (31.) í hæsta húsi Basel. Á staðnum er allt rautt á litinn og utanfrá séð er byggingin dökk með rauðum toppi. Það kom á daginn að þessi staður er sá besti sem Mummi hefur farið á hérna, opinn til 4 og technó spilað allan tímann. Þrjár af hliðum barsins var með rúðum frá gólfi til lofts. Það var því hægt að skoða Basel nánast 360 gráður. Og sagan sem Mummi sagði okkur af klósettunum var sko engin lýgi. Inni á klósettunum eru líkar rúður frá gólfi til lofts svo við Auður horfðum yfir Basel þegar við sátum á postulíninu, soldið skerí. Því miður gleymdum við myndavélinni okkar, þó ólíklegt að við gleymum þessu. Það að horfa niður var nú ekki það hræðilegasta sem ég upplifði á staðnum og þó er ég drullu tímabundið lofthrædd, þ.e. hræðslan fer vanalega eftir svona 2 mín. Eftir að hafa dansað í 2 tíma stanslaust var mín orðin soldið lúin og settist á einn af rauðu púðunum til að slappa af, held meira að segja að ég hafi dottað. Allavega, svo fór ég eitthvað að handfjatla jakkann minn og fann þá ekki kortin okkar, þ.e. sænsku skilríkin okkar og sænsku kreditkortin okkar. Auðvitað trúði ég þessu ekki í fyrstu því hversu oft týnir maður öllum kortunum sínum og ég sem hafði allt kvöldið verið að passa upp á að jakkavasinn væri nú lokaður. Nú byrjaði þvílíkt panic, ég leitaði á öllu dansgólfinu, sem var sem betur fer frekar lítið, og fann skilríkin okkar en ekki kreditkortin. Skílríkin voru auðvitað drulluskítug eftir að fólk hafði dansað á þeim. Bara til að prófa fórum við á barinn og spurðum eftir kreditkortunum okkar, og viti minn, eitthvað indælis fólk hafði greinilega fundið þau og skilað þeim inn. Yndislegt fólk í Sviss. Sem betur fer samt hafði ég fundið skilríkin okkar því annars hefðum við sko ekki fengið kreditkortin :) Svo þessum bar mælum við heldur betur með. |