Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, nóvember 29, 2004
 
Þá eru ekki mjög margar jólagjafir eftir, mössuðum nokkrar um helgina. Ég fór á undan Auði til að leita að jólagjöf handa henni en Auður kom þegar hún var búin að læra. Aujan mín er að fara í prófa 7. des. og situr því á hverjum degi heima og les eftir að hún kemur heim frá Uppsala þar sem hún er í öðrum kúrsi. Þvílíkt dugleg. En mikið óskaplega er nú skemmtilegt að leita að jólagjöfum í útlöndum, svo mikið úrval. Maður þarf því í raun ekki að hafa neinar hugmyndir áður en maður fer af stað. Klukkan 17 á laugardaginn vorum við hins vegar alveg uppgefnar og ég neitaði að fara í fleiri búðir.

Laugardagurinn var afar sérstakur fyrir okkur. Við hringdum heim til mömmu og pabba rétt fyrir kl. 10 að íslenskum tíma og tókst okkur að vekja þau. Og Haukur litli var löngu farinn í vinnuna. Það er nú eitthvað bogið við þetta allt saman.
Þetta var smá hefnd fyrir okkur. Eftir að við fluttum til Svíþjóðar hringdi mamma nefnilega oft í okkur klukkan t.d. 9 um helgar og vakti okkur auðvitað. Hún er reyndar hætt að hringja svona snemma einmitt þegar við erum farnar að vakna löngu fyrir hádegi. Þér er því óhætt að hringja í okkur hvenær sem er núna, mamma!