Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, nóvember 08, 2004
 
Gerðum ekkert sérstaklega merkilegt um helgina. Emelía var auðvita að vinna allan laugardaginn og kom heim klukkan hálfellefu um kvöldið. Ég dundaði mér í tvo tíma í vinnunni og fór síðan í bæinn og rápaði á milli búða. Þegar ég kom heim var næstum orðið dimmt því þeir eru búnir að taka upp þennan heimska vetrartíma sinn. Núna er eins og áður bjart á morgnanna þegar maður vaknar en svo dimmir um 4. Áhrifin sem þetta hefur er að maður fær sjokkvetrarþunglyndi. Á sunnudaginn vorum við bara heima að taka til og svoleiðis.

Í kvöld koma Ögmundur og Kalli til okkar. Jibbí! Við ætlum að sækja þá á lestarstöðina rétt fyrir 8 og fara með þá heim og gefa þeim kjúklingapizzu. Jibbijei. Ég verð eitthvað lítið í vinnunni á morgun og hinni, ætla að sinna gestunum og ég býst ekki við að Frú Upptekin hafi hugsað sér að skrifa á bloggið. Næsta áætlaða færsla er því í fyrsta lagi á fimmtudaginn.