Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
mánudagur, nóvember 22, 2004
Á laugardaginn versluðum við fyrstu jólagjafirnar. Anna Kristín og Þorvarður koma nefnilega í byrjun desember og ætlum við að plata þau í að ferja jólagjafirnar okkar til Íslands. Við verðum því að kaupa nánast allar jólagjafir næstu eina og hálfa viku. Við erum ekki eins stressaðar varðandi Danmerkurpakkið eða okkur sjálfar. Ég held barasta að þetta verði flottustu jólagjafir sem við höfum keypt, ég er alveg hrikalega spennt að gefa þær. Á laugardaginn hittum við líka Bjössa og Ólafíu. Bjössi var í starfsþjálfun á Arlanda flugvelli í nokkra daga en auðvitað urðu þau að kíkja aðeins í höfuðborgina. Sýndum þeim gamla bæinn, neðanjarðarlestarnar og fórum á Pizza Hut, mjög afslappandi og þægilegt (fyrir utan krakkaskrattann sem var grenjandi þar þegar við komum). Hoppuðum inn í nokkrar búðir á leiðinni því það var skítakuldi. Stokkhólmur er kominn í vetrarskrúðann sinn. |